Noemi Niederhauser sýnir í Vestursal Listasafnsins á Akureyri

12745447_1076430692378772_3153016707053167143_n

Laugardaginn 27. febrúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning svissnesku listakonunnar Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga. Sýningin er sviðsetning á látbragði, hreyfingum, gjörðum og hrynjandi þar sem merking og áhersla er sífellt fjarlægð.

Ráfandi skrúðganga felur í sér að meðtaka tilveruna á Ólafsfirði, þar sem listakonan hefur dvalið við undirbúning sýningarinnar. Þar byggir efnahagurinn aðallega á fiski og margvíslegum breytingaferlum fisksins yfir í afurðir. Verkefnið fólst í því að safna, aðgreina og festa hulin sjónarhorn án möguleika á endanlegri frásögn og þess í stað endurgera og breyta endalaust.

Noemi Niederhauser er fædd í Bern í Sviss árið 1984 og útskrifaðist með diplóma í keramik frá Applied Art School í Vevey í Sviss 2010 og með MFA gráðu í myndlist frá Central Saint Martins College of Art and Design í London 2014. Sýningin Ráfandi skrúðganga er hennar þriðja einkasýning en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum víða um heim. Verk hennar má finna á söfnum í Sviss, Ítalíu og Belgíu.

Sýningin stendur til 13. mars og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

http://www.listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband