Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar

1453113966_sl_nordurland_e-01

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar. Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála.  Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu.
Auk þess hafa þær umsóknir forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða:

  • Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra
  • Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
  • Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára
  • Verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista

 Við mat á umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki lítur uppbyggingarsjóður til eftirtalinna atriða:

  • Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs
  • Stuðla að nýsköpun í menningarstarfi
  • Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu

Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is  á  eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Menningarráðs Eyþings. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar.  Tilkynnt verður um úthlutun í apríl. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á heimasíðu Menningarráðs Eyþings www.eything.is

Nánari upplýsingar um styrki til menningar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir  menning@eything.is  sími 464 9935.  Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið uppbygging@eything.is


Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði

1452684502_dst_8970

Menningarsjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum um styrki.  Auglýst er eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki. Samstarfssamningar skulu stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri. Hægt er að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn. Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi,aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika. 
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Hinvegar er auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki.
Verkefnin skulu auðga menningarlífið í bænum,hafa sérstöðu og fela í sér frumsköpun.
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.

Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs og Menningarstefnu Akureyrar 2013-2018
eru á heimasíðu Akureyrarbæjar
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal

Húsverndarsjóður Akureyrar
Sjóðnum er ætlað að vinna að verndun húsa og mannvirkja á Akureyri. Veittir verða tveir styrkir að upphæð kr. 250.000 hvor.
Upplýsingar um reglur sjóðsins eru á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/menningarmal
Sótt er um á heimasíðu Akureyrarbæjar http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/umsoknir

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2016.

Ákvarðanir um styrkveitingarnar eru teknar af stjórn Akureyrarstofu.  Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri viðburða og menningarmála í netfanginu huldasif@akureyri.is 


í drögum / Prehistoric Loom IV í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_mynd1
í drögum / Prehistoric Loom IV
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 23. janúar - 28. febrúar

Sýningin í drögum / Prehistoric Loom IV skoðar teikninguna sem tímabil í
ferli listsköpunar, nánast hulið ferli sem markar andartak milli hugsunar
og framkvæmdar. Í þessu óræða rými má greina bergmál persónulegra og
faglegra tengsla sem einkenna samfélög listamanna. í drögum / Prehistoric
Loom IV er ávöxtur þeirra sambanda sem mynduðust hjá meistaranemum
við Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2014.

Sýningin var fyrst sett upp í No Toilet Gallery í Seoul í Suður-Kóreu, því næst
í Yada Shimin Gallery í Nagoya í Japan og nú síðast á listahátíðinni Glasgow
Open House Art Festival, vorið 2015. Segja má að sýningin, eða sýningarröðin,
sé lífræn í formi þar sem hún breytist í hverri borg. Nýir listamenn bætast við
og koma þannig með ný innlegg í hið sídýpkandi samtal. Að þessu sinni sýna 27
listamenn víðs vegar að úr heiminum, þar af sjö íslenskir.

Listamenn: 

Kelli Sims, Sasha Panyuta, Fanny Wickström, Selma Hreggviðsdóttir, Marysia Gacek, Katrina Vallé, Vigdis Storsveen, Ying Cui, Johnathan Cook, Jack Cheetham, Emily McFarland, Heejoon Lee, Saejin Choi, Alexandra Sarkisian, Lauren Hall, Kirsty Palmer, Guo-Liang Tan, Elísabet Brynhildardóttir, Aniara Oman, Malie Robb, Simon Buckley, Anna Hrund Másdóttir, Klængur Gunnarsson, Maria Toumazou, Ólöf Helga Helgadóttir, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Thoroddsen.

Sýningarstjórar: Elísabet Brynhildardóttir, Selma Hreggviðsdóttir og Katrina Vallé.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/908914332550014

///

í drögum / Prehistoric Loom IV
Akureyri Art Museum, Ketilhús, January 23ʳᵈ - February 28áµ—Ê° 2016

The exhibition í drögum / Prehistoric Loom IV explores drawing as a period of artistic creation, a hidden process that forms a pause between thought and production - and it is in this space - where we detect a faint echo of the personal and professional relationships connecting the artists.

The exhibition is the result of the friendships developed between MFA graduates of Glasgow School of Art in Scotland, 2014. The first exhibition took place in the No Toilet Gallery in Seoul, South-Korea, then to the Yada Shimin Gallery in Nagoya, Japan, and most recently at the Glasgow Open House Art Festival in the spring of 2015.

í drögum represents an expanding society of artists where in each city the exhibition, or propagative series, takes on a gentle metamorphosis where new artists are added, bringing new perspectives on drawing within contemporary practice. On this occasion, the work of twenty-six artists will be displayed, seven of who are Icelandic.

Artists: Kelli Sims, Sasha Panyuta, Fanny Wickstrom, Selma Hreggviðsdóttir, Marysia Gacek, Katrina Valle, Vigdis Storsveen, Ying Cui, Jonathan Cook, Jack Cheetham, Emily Mc Farland, Heejoon Lee, Saejin Choi, Alexandra Sarkisian, Lauren Hall, Kirsty Palmer, Guo-Liang Tan, Elísabet Brynhildardóttir, Aniara Oman, Malie Robb, Simon Buckley, Anna Hrund Másdóttir, Klængur Gunnarsson, Maria Toumazou, Ólöf Helga Helgadóttir, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Thoroddsen.

Curators: Elísabet Brynhildardóttir, Selma Hreggviðsdóttir and Katrina Valle.


Skammdegi preview show in Salur Myndlistarfélagsins

12628561_206253019721137_5116760273774475814_o

Listhús Artspace presents a preview of its annual
SKAMMDEGI FESTIVAL. Each year Listhús Artspace selects
artists from around the world for its Skammdegi AiR Award.
The artists stay in Ólafsfjörður from December through
February and experience a North Iceland winter. These
visual artists, performers, musicians, and writers present
their work at the Skammdegi Festival, which takes place
in Ólafsfjörður from 28 January to 28 February.
Myndlistarfélagið is pleased to host a Skammdegi preview
on 16 and 23 January 2016. Over these two weekends,
Listhús resident artists will present work that interprets,
expresses, and responds to the Skammdegi, or short days.

Participating artists:
Jack Duplock (London, Painter)
Ellis O’Connor (Scotland, Painter)
Jade de Robles (London/Barcelona, Designer)
Devon Tipp (New York, Musician & Composer)
Will Plowman (Bristol, Musician)
Alkisti Terzi (Scotland, Filmmaker)
Ksenia Yurkova (Russia, Photographer)
Rachel Beetz (USA, Musician)
Ruan Suess (Scotland, Cinematographer)
Samuel Cousin (Canada, Visual Artist)
Natalia Kalicki (Canada, Visual Artist)
Fernanda Chieco (Brazil, Painter)
Scott Probst (Australia, Writer and visual artist)
judy b. (USA, Writer/Vocalist)
Adam Sloan (Liverpool, Audio/Visual Artist & Musician)
Laura Campbell (Liverpool, Audio/Visual Artist & Musician)

https://www.facebook.com/events/168144433553713


Bloggfærslur 20. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband