Joris Rademaker sýnir í myndlistarsal SÍM í Reykjavík

10497362_10152177372326767_5437249661597429135_o

Joris Rademaker opnar myndlistarsýningu í myndlistarsal SÍM, Hafnarstræti 16, Reykjavík, föstudaginn 1. ágúst kl. 16-18. Og eru allir velkomnir.

Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-16 og stendur til 22. ágúst.

Joris er hollenskur listamaður sem búsettur hefur verið á Íslandi í 20 ár. Á sýningunni eru mest megis þrívíddar verk frá 2004 -2014. Joris safnar ýmis konar efnum og hlutum, oft lífrænum og jafnvel tilbúnum sem hann setur saman. Efnisval og samsetningar Jorisar eru oft óvæntar. Hvert verk er táknrænt fyrir einhverja tilfinningu eða ástand sem vekur spurningar um mannlegt eðli, tilvist og tilgang.

Þetta er fimmta einkasýning Jorisar í Reykjavík.

https://www.facebook.com/events/1514497845448381/1514580378773461


VIÐBURÐASTYRKIR VEGNA AKUREYRARVÖKU

lb-akureyrarvaka-jpeg 

Ertu með góða hugmynd fyrir Akureyrarvöku?

Landsbankinn styrkir skemmtilega og frumlega viðburði á Akureyrarvöku sem haldin verður dagana 29.-31. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst.

Styrkveitingin er samstarf Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil. Veittir verða styrkir að upphæð 25.000 - 100.000 til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyri. Horft er sérstaklega til viðburða sem gætu átt sér stað á Ráðhústorgi og í miðbænum. Umsóknir skal senda á netfangið: akureyrarvaka2014@akureyri.is. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda, heiti viðburðar, kostnaðaráætlun, nafn tengiliðar, kennitala, sími og ítarleg lýsing á viðburðinum.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri viðburða, á Akureyrarstofu í síma 460-1157. 


Bloggfærslur 29. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband