VIÐBURÐASTYRKIR VEGNA AKUREYRARVÖKU

lb-akureyrarvaka-jpeg 

Ertu með góða hugmynd fyrir Akureyrarvöku?

Landsbankinn styrkir skemmtilega og frumlega viðburði á Akureyrarvöku sem haldin verður dagana 29.-31. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst.

Styrkveitingin er samstarf Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil. Veittir verða styrkir að upphæð 25.000 - 100.000 til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyri. Horft er sérstaklega til viðburða sem gætu átt sér stað á Ráðhústorgi og í miðbænum. Umsóknir skal senda á netfangið: akureyrarvaka2014@akureyri.is. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda, heiti viðburðar, kostnaðaráætlun, nafn tengiliðar, kennitala, sími og ítarleg lýsing á viðburðinum.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri viðburða, á Akureyrarstofu í síma 460-1157. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband