Viktoría Blöndal sýnir í Geimdósinni

10351161_477758138994174_6132139055114158396_n

Geimdósin kynnir opnun gestalistakonu sinnar Viktoríu Blöndal, sem hefur nú unniđ í Geimdósinni ađ sýningu sinni 1 2 og NÚ(tíđ).
Verkiđ er margţćtt en byggir á einlćgum vangaveltum um fortíđ og nútíđ. Hluti verksins er texti eftir Viktoríu og hér ađ neđan má lesa brot:

Mannskepnan tilheyrir ţegar ţađ rignir. Viđ tilheyrum
malbikinu. Á sama tíma og ţađ rignir í hundrađogeinum Reykjavík er öskufall einhverstađar annarstađar og ég veit ađ ţarna úti situr einhver kjélling í heiđbláum stígvélum, međ skítugt hár og fulla tösku af pennum og lífrćnu koníaki og hugsar um fortíđina, tíđarfariđ, framtíđina og tíđarhringinn sinn. Hún gćti líka litiđ niđur og séđ ađ kjóllinn hennar er allur í götum og hugsađ:
hver er ţessi kjélling?
Texti: Viktoría Blöndal.

Auk ţess verđur einstaklingsverkefni Viktoríu frá sviđshöfundabraut í Listaháskóla Íslands til sýnis á opnuninni, en í vor klárađi hún annađ ár sitt í skólanum međ verki sínu I WHANNA I WHANNA I WHANNA.
Verkiđ verđur sýnt á myndbandsformi og ţar fjallar Viktoría um unglingsár sín á afdráttarlausan hátt.

Geimdósin býđur alla hjartanlega velkomna á laugardaginn 28. júní klukkan 15:00 og minnir á ađ mikiđ verđur um ađ vera í Gilinu ţann daginn

1 2 og sjáumst!


Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna KASTALAR í Mjólkurbúđinni

10461997_10152563235478707_2967711802906297749_n

Hekla Björt Helgadóttir opnar sýninguna KASTALAR í Mjólkurbúđinni, í listagilinu á Akureyri laugardaginn 28. júní kl. 15.

Listakonan og skáldiđ Hekla Björt starfar í listagilinu á Akureyri og er ţar međ vinnustofu og sýningarrýmiđ Geimdósina.

Hekla Björt um sýninguna:

Skáldiđ á margar mismunandi sögur í mörgum mismunandi skúffum.
Sumar eru af vćngjum og ávöxtum, á međan ađrar eru af skćrum og stingandi fálmurum.
Ţađ eru ótal leiđir til ađ segja ţessar sögur. Ţađ má mála ţćr á striga, teikna ţćr á blađ, segja ţćr međ nótum, segja ţćr međ orđum, á sviđi, á rituđu formi, í bundnu eđa óbundnu máli... og svo mćtti lengi telja.

En ţađ eru líka sögur sem skáldiđ segir aldrei...
Ţađ eru sögur skúffuskáldsins, sem skrifar og skapar fyrir endann nema hljóđar skúffur. Stundum er ţađ vegna ţess ađ sögur skáldsins eru einfaldlega ekki nógu góđar sögur. Skáldiđ vill gleyma ţeim... fleygja lyklunum af skúffunum.

En skáldiđ gat samt ekki gleymt...
Ţađ hugleiddi hvort vond saga gćti nokkurn tímann orđiđ góđ saga. Ţađ hugleiddi hvort hćgt vćri ađ endurskrifa sögur minninganna og gera ţćr ögn betri fyrir vikiđ.
Skáldiđ tók ţví allar sínar vondu sögur og endurskapađi ţćr sem mínimalískar allegóríur. Formiđ var ţrívítt og skáldiđ gaf ţeim leiksviđ úr gömlum skúffum og fann ţeim stađ og stund til ađ láta ljós sitt skína.

Stađurinn er Mjólkurbúđin í Listagilinu á Akureyri
og stundin er laugardaginn 28.júní klukkan 15:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir
Skúffuskáldiđ, Hekla Björt Helgadóttir heklingur@gmail.com
s.865 4096

Sýningin KASTALAR í Mjólkurbúđinni er ađeins opin ţessa einu helgi.


Bloggfćrslur 26. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband