Viktoría Blöndal sýnir í Geimdósinni

10351161_477758138994174_6132139055114158396_n

Geimdósin kynnir opnun gestalistakonu sinnar Viktoríu Blöndal, sem hefur nú unnið í Geimdósinni að sýningu sinni 1 2 og NÚ(tíð).
Verkið er margþætt en byggir á einlægum vangaveltum um fortíð og nútíð. Hluti verksins er texti eftir Viktoríu og hér að neðan má lesa brot:

Mannskepnan tilheyrir þegar það rignir. Við tilheyrum
malbikinu. Á sama tíma og það rignir í hundraðogeinum Reykjavík er öskufall einhverstaðar annarstaðar og ég veit að þarna úti situr einhver kjélling í heiðbláum stígvélum, með skítugt hár og fulla tösku af pennum og lífrænu koníaki og hugsar um fortíðina, tíðarfarið, framtíðina og tíðarhringinn sinn. Hún gæti líka litið niður og séð að kjóllinn hennar er allur í götum og hugsað:
hver er þessi kjélling?
Texti: Viktoría Blöndal.

Auk þess verður einstaklingsverkefni Viktoríu frá sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands til sýnis á opnuninni, en í vor kláraði hún annað ár sitt í skólanum með verki sínu I WHANNA I WHANNA I WHANNA.
Verkið verður sýnt á myndbandsformi og þar fjallar Viktoría um unglingsár sín á afdráttarlausan hátt.

Geimdósin býður alla hjartanlega velkomna á laugardaginn 28. júní klukkan 15:00 og minnir á að mikið verður um að vera í Gilinu þann daginn

1 2 og sjáumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband