Tekatlar í Mjólkurbúðinni

1394362_10151675287467231_122610453_n

Helgina 22.-23. mars verður sýning á tekötlum úr jarðleir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Katlana gerðu þrettán konur á námskeiði hjá Sigríði Ágústsdóttur leirkerasmiði. Unnið var með hvítan og rauðan jarðleir og katlarnir mótaðir í höndum frá grunni.

Námskeiðin fóru fram í handverksmiðstöðinni Punktinum sem er lifandi og opinn staður fyrir unga sem aldna. Boðið er upp á margskonar námskeið á Punktinum og eru leirmótunarnámskeið meðal þess sem í boði er.

Opið verður laugardaginn 22. mars og sunnudaginn 23. mars frá kl. 14-17.


Starfslaun listamanna á Akureyri

t_akureyrarstofa_logo

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2014 til 31. maí 2015. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi átta mánaða starfslaun.

Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.

Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og Menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu kristinsoley@akureyri.is.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2014.


Bloggfærslur 19. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband