Tekatlar í Mjólkurbúðinni

1394362_10151675287467231_122610453_n

Helgina 22.-23. mars verður sýning á tekötlum úr jarðleir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Katlana gerðu þrettán konur á námskeiði hjá Sigríði Ágústsdóttur leirkerasmiði. Unnið var með hvítan og rauðan jarðleir og katlarnir mótaðir í höndum frá grunni.

Námskeiðin fóru fram í handverksmiðstöðinni Punktinum sem er lifandi og opinn staður fyrir unga sem aldna. Boðið er upp á margskonar námskeið á Punktinum og eru leirmótunarnámskeið meðal þess sem í boði er.

Opið verður laugardaginn 22. mars og sunnudaginn 23. mars frá kl. 14-17.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband