In Love we trust í Gallerí Ískáp / Súper Öfundsjúkur Eiginmaður í Útibúinu

10797_526878247446622_5832594686744712546_n

In Love we trust:

“in God we trust” was adopted as the official motto of the United States in 1956.
It first appeared on U.S coins in 1864 and has appeared on paper currency since 1957.

23. Davíðssálmur

“ Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi. “


Laugardaginn 22. nóvember, kl. 14:00 opnar Hekla Björt Helgadóttir, listrænn stjórnandi Geimdósarinnar, listamaður og skáld, sýninguna "In Love we trust" Í Gallerí Ískáp á vinnustofunum í Gilinu.

-------------------------------------------------------------------------------

Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir opna sýninguna "Súper Afbrýðissamur Eiginmaður" í Útibúi Gallerí Ískáps á sama tíma. Hann verður staðsettur einhversstaðar í Listagilinu, leitið og þér munuð finna!

Á "Súper Afbrýðissamur Eiginmaður" verður hugarástand afbrýðisams eiginmanns rannsakað, með sálfræðilegum og heimspekilegum aðferðum. Alls ekki siðferðislegum.


Aðeins þennan eina dag! Allir hjartanlega velkomnir!

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, í síma 848-2770 eða tölvupósti heiddis.holm hjá gmail.com

Kaupvangstræti 12, 600. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.

https://www.facebook.com/events/1566114643621304


Ívar Freyr Kárason opnar sýninguna Loftskip í Geimdósinni

10305594_533924923377495_7329593898417902377_n

Nú á laugardaginn 22. nóvember kl. 14, stígur Ívar Freyr Kárason í Geimdósina opnar sýninguna Loftskip.
Sýningin er unnin við samnefnt ljóð eftir Heklu Björt, með spraypaint tækni sem Ívar hefur þróað með sér um nokkurt skeið.
Ívar er á lokaári við grafíska hönnun í Myndlistaskólanum á Akureyri, en ver einnig tímanum á vinnustofu sinni Samlaginu, ásamt galvöskum hópi. Þar hefur hann velt mikið fyrir sér hugtakinu "ljót list", og setti sér það að hálfgerðu markmiði. Hér er áhugavert viðtal við kauða, þar sem hann talar meðal annars um hugmyndirnar sínar að baki ljótrar listar. http://www.felagi.is/is/frettir/frettir/getAllItems/14/listskopunarhatidin-homlulaus

Loftskip

Við vorum lök á loftskipum
strengd á milli mastra
en þöndumst ekki í storminum, eins og stolt segl
aðeins þunnar hræður á vindmiðum
sem varð okkur um megn

Svo flöktandi
með óráði
bárumst við
með bergmáli
á reikulum sporbaugum,
hverfulum glitsaumum
um náttblámans mistur og mána
og dreymdi að verða segl

Við vorum lök í álögum
frá rykföllnum tunglunum
og í húminu við heyrðum þau hvísla:

Undirlægjulök
fá engu að ráða
Undirlægjulök
fá aðeins að ráfa

því lök á loftskipum
þenjast ekki í storminum
og lök verða aldrei segl
og lök á vindmiðum
var allt sem við vorum
og það sem varð okkur um megn

- hekla 2011


Nú er að sjá... tekur Ívar sig til og opnar Dósina með ljótri list? Eða vandasamri fallegri list?
Hver dæmir fyrir sig, og því eru allir velkomnir í Geimdósina á laugardaginn klukkan 14:00 og þiggja list og veigar, ljótar eða fagrar.

one love

GEIMDÓSIN, Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.

https://www.facebook.com/events/377304789099191


Aðalfundur Myndlistarfélagsins

1460163_10152936168242268_5578681002953163879_n

 

Aðalfundur Myndlistarfélagsins verður haldinn í kvöld 19. nóvember kl. 20 í sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri. Vonumst til að sjá sem flesta.

https://www.facebook.com/events/594230827369314


70% ULL - 30% PLAST í Mjólkurbúðinni

10641070_677420382357338_2349118641521274628_n

Laugardaginn 22. nóvember kl. 14 opnar tvíeykið björgþorbjörg textíl sýninguna 70% ULL - 30% PLAST, 1. hluti í Mjólkurbúðinni í Listagilinu

Sýningin lítur til þess tíma þegar að flosa og smyrna var í tísku og á henni gefur að líta verk þar sem ull og bóluplast blandast saman á sérstæðan máta. Handavinna kvenna á síðkvöldum er tvíeykinu hugleikin þar sem ákveðin ró myndast við gerð hvers verks, vandamál leyst og ákvarðanir teknar. Hugarró eða hugarflug gæti því verið yfirskrift sýningarinnar eða einfaldlega: „Er einhver að FLOSA?“ Áhorfandans er valið
.
Björg Marta Gunnarsdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá IED hönnunarskólanum í Barcelona og hóf störf sem hönnuður hjá tískufyrirtæki John Rocha í Dublin á Írlandi strax eftir útskrift þar sem hún starfaði í tvö ár.

Þorbjörg Halldórsdóttir hefur á síðustu tíu árum bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í formi innsetninga og gjörninga. Samstarf þeirra hófst fyrir nokkrum árum þegar Björg hannaði vörur fyrir búðina Frúin í Hamborg sem Þorbjörg rak á sínum tíma ásamt Guðrúnu Jónsdóttur.

Sýningin stendur yfir helgarnar 22.-23. og 29. 30. nóvember kl. 14-17.

2. hluti 70% ULL - 30% PLAST verður settur upp í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á föstudaginn langa 2015.


WOOD YOU SEE WOOD YOU LISTEN í Populus tremula

988839_10152919188393081_2755188657422727641_n

Laugardaginn 22.11. kl. 14.00 munu Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson frumsýna margra miðla verkið Wood you see Wood you listen í Populus tremula.
Verkið, sem unnið er fyrir tilstilli styrks frá Menningarráði Eyþings, er blanda skúlptús, vídeós og tónlistar.

Sýningin er einnig opin á sunnudag 23. nóvember frá kl 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Bloggfærslur 19. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband