70% ULL - 30% PLAST í Mjólkurbúðinni

10641070_677420382357338_2349118641521274628_n

Laugardaginn 22. nóvember kl. 14 opnar tvíeykið björgþorbjörg textíl sýninguna 70% ULL - 30% PLAST, 1. hluti í Mjólkurbúðinni í Listagilinu

Sýningin lítur til þess tíma þegar að flosa og smyrna var í tísku og á henni gefur að líta verk þar sem ull og bóluplast blandast saman á sérstæðan máta. Handavinna kvenna á síðkvöldum er tvíeykinu hugleikin þar sem ákveðin ró myndast við gerð hvers verks, vandamál leyst og ákvarðanir teknar. Hugarró eða hugarflug gæti því verið yfirskrift sýningarinnar eða einfaldlega: „Er einhver að FLOSA?“ Áhorfandans er valið
.
Björg Marta Gunnarsdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá IED hönnunarskólanum í Barcelona og hóf störf sem hönnuður hjá tískufyrirtæki John Rocha í Dublin á Írlandi strax eftir útskrift þar sem hún starfaði í tvö ár.

Þorbjörg Halldórsdóttir hefur á síðustu tíu árum bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í formi innsetninga og gjörninga. Samstarf þeirra hófst fyrir nokkrum árum þegar Björg hannaði vörur fyrir búðina Frúin í Hamborg sem Þorbjörg rak á sínum tíma ásamt Guðrúnu Jónsdóttur.

Sýningin stendur yfir helgarnar 22.-23. og 29. 30. nóvember kl. 14-17.

2. hluti 70% ULL - 30% PLAST verður settur upp í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á föstudaginn langa 2015.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband