Mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

21743520_1598908160131020_5669114919845486026_o

Ţriđjudaginn 19. september kl. 17-17.40 heldur mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Contemporary Mexican Photography. Fyrirlesturinn gefur innsýn í mexíkóskar hefđir og menningu sem skapast hafa í tengslum viđ ljósmyndun – bćđi listrćna- og heimildaljósmyndun. Rćtt verđur um hin margvíslegu umfjöllunarefni samtíma ljósmyndara. Ađgangur er ókeypis.

Alfredo Esperaza lauk mastergráđu í húmanískum frćđum í Mexíkó 2008 og námi í samtímaljósmyndun 2012. Hann hefur sýnt ljósmyndir sínar víđa um heim og vinnur um ţessar mundir ađ list sinni á Íslandi.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Jessica Tawczynski, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

www.listak.is


Listasafniđ á Akureyri opnar sýningu á Hjalteyri

21587193_1596079127080590_3172556986687661075_o

Laugardaginn 16. september kl. 15 opnar Listasafniđ á Akureyri sýningu á vídeóverkum úr safneign í Verksmiđjunni á Hjalteyri. Verksmiđjan er afar hrátt húsnćđi og skapar ţar af leiđandi heillandi umgjörđ um ţessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki veriđ áberandi í safneign Listasafnsins en á síđustu árum hefur orđiđ ţó nokkur breyting ţar á. Sýningin er liđur í ţví ađ sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiđjunnar á Hjalteyri.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klćngur Gunnarsson og Ţóra Sólveig Bergsteinsdóttir. Sýningin stendur til 1. október og verđur opin ţriđjudaga-sunnudaga kl. 14-17.

listak.is


Jón Ţór Sigurđsson, margmiđlunarhönnuđur, međ fyrsta Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins

21370858_1594477887240714_8404349444339974086_n

Ţriđjudaginn 12. september kl. 17-17.40 heldur Jón Ţór Sigurđsson, margmiđlunarhönnuđur, fyrsta Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins sem ađ ţessu sinni fer fram í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ađgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestrinum mun Jón Ţór fjalla um Fab Lab smiđjuna sem var opnuđ í VMA í desember 2016. Ađ smiđjunni standa Nýsköpunarmiđstöđ Íslands, VMA, Akureyrarbćr og Símenntunarmiđstöđ Eyjafjarđar. Fab Lab stendur fyrir „Fabrication Laboratory“ og er alţjóđlegt net stafrćnna smiđja međ tćkjum og tólum. Smiđjan gefur fólki á öllum aldri tćkifćri til ţess ađ ţjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvćmd.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Alfredo Esparza, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

listak.is


Fundur fólksins: Er skapandi starf metiđ ađ verđleikum?

21368967_1591805944174575_1115217223806905939_o

Listasafniđ á Akureyri ásamt Sambandi íslenskra myndlistarmanna tekur ţátt í Fundi fólksins í Hofi á Akureyri.

Dagskráin fer fram laugardaginn 9. september kl. 11:00-11:50 á sviđinu í Hamraborg í Hofi.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formađur Sambands íslenskra myndlistarmanna, Ţórgnýr Dýrfjörđ framkvćmdastjóri Akureyrarstofu, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og myndlistarkonan Rúrí verđa í pallborđi og velta fyrir sér hvort skapandi starf sé metiđ ađ verđleikum auk fleiri spurninga um hvernig hćgt sé ađ efla menningu, lýđrćđi og gangrýna hugsun í samfélaginu.

Átak SÍM, "Viđ borgum myndlistarmönnum", hefur veriđ áberandi og einnig umrćđan um listkennslu í skólum. Fjármagn sem fer til menningarmála og mikilvćgi menningar fyrir samfélagiđ verđur einnig rćtt. Öllum er velkomiđ ađ leggja orđ í belg og taka ţátt í umrćđunum.

Sama dag, laugardaginn 9. september kl. 15, opna tvćr sýningar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi - Rúrí: Jafnvćgi-Úr Jafnvćgi og Friđgeir Helgason: Stemning.

Međfylgjandi mynd er af gjörningnum "Léttvćg tilvistarkreppa" eftir Heiđdísi Hólm á nýafstađinni A! Gjörningahátíđ.

https://www.facebook.com/events/517948458553761


Rúrí og Friđgeir Helgason opna tvćr sýningar í Listasafninu á Akureyri

21248650_1590179307670572_6852619891905375658_o 21272819_1590183261003510_5312249703590882089_o

Laugardaginn 9. september kl. 15 verđa tvćr sýningar opnađar í Listasafninu, Ketilhúsi, annars vegar sýning Rúrí, Jafnvćgi-Úr Jafnvćgi, og hins vegar sýning Friđgeirs Helgasonar, Stemning.

Á sýningu sinni leggur Rúrí listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarđar, vega tíma, vega vćgi mismunandi gilda, til dćmis hagkerfi á móti vistkerfi, eđa vćgi huglćgra gilda. Verkiđ er innsetning og er samsett úr fjölda eininga.

Rúrí (f. 1951) hefur um árabil safnađ skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar ađ gerđ en byggja allar á jafnvćgi. Vogir og ýmis önnur mćlitćki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af ţeim heimi sem viđ ţekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki viđ ójafnvćga afstöđu milli t.d. hagkerfa og vatnsforđa jarđar, stríđs og friđar. (Christian Schoen; Fragile Systems, Nordatlantens Brygge, Copenhagen, 2016)

Rúrí hefur starfađ ađ myndlist frá 1974. Verk hennar hafa veriđ sýnd á fjölmörgum sýningum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku og ţau má finna í íslenskum og erlendum söfnum auk ţess sem útilistaverk eftir hana hafa veriđ sett upp bćđi á Íslandi og erlendis. Rúrí var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíćringnum 2003 ţar sem verkiđ Archive – Endangered Waters vakti mikla athygli. Frekari upplýsingar má finna á ruri.is.

Stemning ţjóđveganna fönguđ

Friđgeir Helgason (f. 1966) flutti ungur til Bandaríkjanna. Hann lagđi stund á kvikmyndagerđ í Los Angeles City College í Hollywood 2005-2006, ţar sem ljósmyndun fangađi huga hans. Hann stundađi ljósmyndanám viđ sama skóla frá 2006 til 2009 og hefur haldiđ fjölda ljósmyndasýninga í Bandaríkjunum og á Íslandi.

„Ljósmyndirnar á ţessari sýningu voru teknar á árunum 2008-2013 ţegar ég ţvćldist um ţau svćđi sem mér ţykir vćnst um: annars vegar á Íslandi og hins vegar í Louisiana í Suđurríkjum Bandaríkjanna. Myndirnar voru allar teknar á Kodakfilmu sem ég prentađi í stćkkara upp á gamla mátann. Ţađ jafnast fátt á viđ ađ keyra stefnulaust um ţjóđvegi međ gamla góđa Pentaxinn og slatta af filmu í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla viđ innfćdda. Skynja andrúmsloftiđ og taka ljósmynd ţegar tćkifćri gefst. Ţessi sýning á ađ fanga ţá stemningu.“

Fjölskylduleiđsögn um sýningarnar

Laugardaginn 14. október kl. 11-12 verđur Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, međ fjölskylduleiđsögn og segir börnum og fullorđnum frá sýningunum. Ađ lokinni leiđsögn verđur gestum bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk. Ađgangur er ókeypis en tilkynna ţarf um ţátttöku á netfangiđ heida@listak.is.

listak.is


A! Gjörningahátíđ / A! Performance Festival Akureyri

20451788_1958627761061617_4778032260068301741_o

A! Gjörningahátíđ / Performance Festival
Akureyri, Iceland 31.08. - 03.09. 2017


A! Gjörningahátíđ er fjögurra daga hátíđ sem hefst fimmtudaginn 31. ágúst og lýkur sunnudaginn 3. september. Ađ hátíđinni standa: Listasafniđ á Akureyri, LÓKAL alţjóđleg leiklistarhátíđ, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiđstöđ íslenskrar myndlistar. A! er hátíđ ţar sem myndlistar- og sviđslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.

A! Gjörningahátíđ er nú haldin í ţriđja sinn en hátíđin sló strax í gegn ţegar hún var haldin í fyrsta skipti í september áriđ 2015 og sóttu um 1.500 ánćgđir gestir hátíđina. Ţátttakendur voru vel ţekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíđin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma og „off venue“ viđburđir víđsvegar um bćinn.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfrćđingur sagđi í pistli í Víđsjá á Rás 1 um hátíđina međal annars:
"Dagskrá Gjörningahátíđarinnar A! var ţví ekki ađeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuđ. Sú ákvörđun ađ stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virđist vera góđ uppskrift ađ hátíđ sem vonandi verđur árlegur viđburđur."

Gjörningarnir á A! 2017 munu fara fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, Samkomuhúsinu, Hofi, Verksmiđjunni á Hjalteyri, Kaktus, Rósenborg, Deiglunni, Lystigarđinum og á fleiri stöđum á Akureyri.

Listamennirnir og hóparnir sem taka ţátt ađ ţessu sinni eru: Arna Valsdóttir (IS) og Suchan Kinoshita (J/NL), Gabrielle Cerberville (USA), Gjörningaklúbburinn / The Icelandic Love Corporation (IS), Heiđdís Hólm (IS), Hekla Björt Helgadóttir & Svefnleikhúsiđ  - The Sleep Theatre (IS), Katrine Faber (DK), Magnús Logi Kristinsson (IS/SF), Voiceland – Gísli Grétarsson (IS/N), Mareike Dobewall (D) og Hymnodia (IS), Ragnheiđur Harpa Leifsdóttir (IS), Rúrí (IS), Ţóra Sólveig Bergsteinsdóttir (IS) og Liv-K. Nome (N).

Á sama tíma fer vídeóalistahátíđin Heim fram og ţar taka ţátt nemendur Suchan Kinoshita úr Listakademíunni í Münster, Ţýskalandi:  Hui-Chen Yun, Sabine Huzikiewiz, Lejla Aliev, Daniel Bernd Tripp, Mila Petkova Stoytcheva, Fabian Lukas Flinks, René Haustein, Inga Krüger, Georg Mörke, Lisa Katharina Droste, Nadja Janina Rich, Alyssa Saccotelli, Micael Gonçalves Ribeiro, Hagoromo Okamoto, Bastian Buddenbrock, Jana Rippmann, Kai Bomke og Takahiko Kamiyama.

Myndlistarsjóđur styrkir A! Gjörningahátíđ.

Guđrún Ţórsdóttir er verkefnastýra A! Gjörningahátíđar.

https://www.facebook.com/A.performance.festival

listak.is

21055233_1969263593331367_1747581734704452338_o


Ljósmyndasýning Siggu Ellu í Listasalnum Braga

21083106_1301453963313388_1045343138092183454_o

Ljósmyndasýning / Sigga Ella / Listasalurinn Bragi

Í Listasalunum Braga, Rósenborg eru tvćr sýningar ljósmyndarans Sigríđar Ellu Frímannsdóttur, www.siggaella.com

Sýningarnar sem um rćđir eru:
JÓHANNSSON Portrett af fjórum brćđrum, fćddum á Langanesi á árunum 1948 til 1959. Ţrír brćđranna hafa veriđ sjómenn nćr allt sitt líf. Einn ţeirra er bóndi.

HEIMA Verk í vinnslu. Ljósmyndir frá Akureyri.

Sigga Ella hefur hlotiđ viđurkenningar og verđlaun fyrir verk sín og sýnt ţau bćđi hér heima og erlendis. Hún hefur gefiđ út tvćr bćkur, Bloodgroup (2014) og Fyrst og fremst er ég (2016).

Veriđ velkomin. Listasalurinn Bragi, fjórđu hćđ í menningarmiđstöđinni Rósenborg, Skólastíg 2, Akureyri.

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/111613356216972


Fólkiđ í bćnum sem ég bý í hjá Flugu hugmydahúsi

20900530_1296889017103216_1885602594673061072_o

Fólkiđ í bćnum sem ég bý í er óvenjuleg og spennandi listasýning sem samanstendur af 8 listrćnum ör-heimildamyndum. Í hverri mynd verđur sjónum beint ađ einum einstakling í bćnum (Akureyri). Einstaklingarnir átta eru 4 konur og 4 karlar, á ólíkum aldri og međ ólikan bakgrunn, en sameiginlegi flöturinn er búseta ţeirra á Akureyri. Jafnframt verđa munir úr ţeirra eigu og fleira til sýnis ásamt ljósmyndum eftir Daníel Starrason.

Sýningin opnar föstudagskvöldiđ 25. Ágúst kl 20:30 á Ráđhústorgi 7 (inn um rauđu dyrnar) 

Léttar veitingar í bođi, bćđi í föstu formi og ţessar góđu fljótandi...

Viđ erum hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

Verkefniđ er styrkt af Eyţingi - Uppbyggingarsjóđi Norđurlands eystra
#Eyţing
#Uppbyggingarsjóđur

 

https://www.facebook.com/events/500065267011246


Else Ploug Isaksen og Iben West sýna í Deiglunni

20992887_702932236556834_6301335527153726267_n

Veriđ velkomin á opnun TRANSLATIONS í Deiglunni, Kaupvangsstrćti 23, laugardaginn 26. ágúst kl. 14 – 17 og ţiggja léttar veitingar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 27. ágúst kl. 14-17.

Dönsku myndlistarmennirnir Else Ploug Isaksen og Iben West munu sýna verkefniđ TRANSLATIONS í Deiglunni. Sýndar verđa ljósmyndir og textar.

TRANSLATIONS er verk í vinnslu. Iben og Else eru gestalistamenn Gilfélagsins í ágúst og hafa skipts á ljósmyndum og texta viđ fjóra íslenska rithöfunda, Hallgrím Helgason, Einar Má Guđmundsson, Kristínu Ómarsdóttur og Sigurbjörgu Ţrastardóttur. Samtaliđ hefur myndast međ ţví ađ Iben og Elsa senda ljósmyndir frá dvöl ţeirra á íslandi og rithöfundarnir svara međ texta og öfugt. Skiptin eru eins og hugarflćđi, ljóđrćnt flćđi sem hefur sinn eigin veruleika.

Opnun laugardaginn 26. ágúst kl. 14 á Akureyrarvöku.

Einnig opiđ 27. ágúst kl. 14-17.

Viđ erum hluti af Listasumri!
Gilfélagiđ er styrkt af Akureyrarstofu


///
You are invited to the opening of TRANSLATIONS in Deiglan, Kaupvangsstrćti 23, on saturday, august 26th at 2 – 5pm. Exhibition is also open on sunday 2 – 5pm.

The two Danish visual artists, Else Ploug Isaksen and Iben West exhibit the project TRANSLATIONS in Deiglan. Photographs and texts will be shown.

TRANSLATIONS is a work in progress. During their stay as Artists in Residency, Iben and Else have exchanged photos and words with four Icelandic writers, Hallgrímur Helgason, Einar Már Guđmundsson, Kristín Ómarsdóttir and Sigurbjörg Ţrastardóttir. The dialogue consists of Iben and Else sending photos from their stay in Iceland, and the authors answer with words and vice versa. The exchange is like a stream of thoughts, a poetic flow – having its own logic.

https://www.facebook.com/events/224881011370452/


Ólafur Sveinsson sýnir í ART AK

20953657_10154988312173613_6355309875335905089_n

Ólafur Sveinsson myndlistamadur verđur međ súper sölusýningu í ART AK.
Rýmingarsala málverk, litlar myndir og skúlptúrar. Eitthvađ fyrir alla. Verđ frá 5000 uppí 45000 og rest á tilbođs verđi đŸ˜Ž allir hjartanlega velkomnir!

https://www.facebook.com/events/1512675158790508


Kaktus + Akureyri: Jónína Björg heldur sölusýningu

20988479_1251057445017176_3039783573802168021_o

Kaktus + Akureyri
Jónína Björg Helgadóttir heldur sölusýningu í Kaktus, Akureyri á Akureyrarvöku.
Til sýnis verđa m.a. sería af verkum máluđ úti á hinum ýmsu stöđum á Akureyri, ţar til gerđ Kaktus-verk, grafík verk sem og minni verk. Verkin kosta frá 5000 og uppúr og mörg verkana verđa á sérstökum afslćtti ţennan eina dag, svo ţetta er kjöriđ tćkifćri til ađ versla myndlist!

https://www.facebook.com/events/1207519719393547


Lifandi Listagil á Akureyrarvöku frá morgni til kvölds

21015824_1300743673384417_2090540027804932695_o

Dagskrá Akureyrarvöku í Listagilinu er fjölbreytt.

Laugardagurinn 26. ágúst 2017.

Kl. 10 Myndlistarfélagiđ mundar penslana fram eftir degi.

Kl. 10-22 Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús er lengur opiđ í tilefni Akureyrarvöku.

Kl. 11-12 Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, segir börnum og fullorđnum frá sýningunni Sumar. Ađ lokinni leiđsögn er gestum bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk. tilkynna ţarf um ţátttöku í netfangiđ heida@listak.is

Kl. 13-15 DJ Vélarnar spilar vel valda tónlist.

Kl. 13-18 Bílaklúbbur Akureyrar sýnir stífbónađar glćsikerrur.

Kl. 13-22 Í glugga Mjólkurbúđarinnar verđa ljóđavídeó ljóđskáldsins Ásgeirs H. Ingólfssonar.

Kl. 13–22 Í Sjoppunni vöruhús er frumsýning á Jóni í Akureyrarvökulit, tilbođ á verkum eftir listamanninn Odee.

Kl. 14-18 Í Kartöflugeymslunni opnar listamađurinn Gunnar Kr. sýninguna Hvískur stráanna. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiđslumenn Rub 23 sýna listir sínar og leyfa fólki ađ bragđa.

kl: 14-17 Í Deiglunni er sýningin Translations međ verkum dönsku listamanna Else Ploug Isaksen og Iben West. Sýningin er opin sunnudag kl. 14-17.

Kl. 14-16 Matreiđslunemar Bautans standa viđ grillvagninn og gefa smakk frá Norđlenska.

Kl. 14-16 #fljúgandi - Skúlptúrar og gjörningur á vegum listahópsins RÖSK. Viltu prófa?

Kl. 17-19 Trúbadorinn Einar Höllu spilar allt á milli himins og jarđar.

Kl. 17 Vinningshafar í spurningaleik Listasafnsins kynntir og veittur glađningur. Sjö skemmtilegar spurningar og ein teikning.

Kl. 17.30 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verđur ljóđakabarett Ásgeirs H. Ingólfssonar ljóđskálds.

Kl. 19-20.30 DJ Leibbi dustar rykiđ af gömlu góđu vínylplötunum.

Kl. 20.30-21.00 Í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi verđur stutt en spennandi leiđsögn međ Hlyni Hallssyni safnstjóra.

https://www.facebook.com/events/490853251281476


Heiđdís Hólm sýnir í Kaktus

21055289_1300050590120392_5688239105123999530_o

SPECIAL PRICE FOR YOU MY FRIEND - Heiđdís Hólm - Sölusýning

Heiđdís Hólm sýnir og selur myndlist í Kaktus, föstudaginn 25. ágúst kl. 21
Beingreiđslur, rađgreiđslur, eingreiđslur, skipti og leiga - allt í bođi - allt verđur ađ fara!

www.heiddisholm.com

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/255225981654536


Hvískur stráanna / Whispering straws - Gunnar Kr. Jónasson í Kartöflugeymslunni

20818916_1293936360731815_3555324395730606784_o

“Hvískur stráanna”
Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Kartöflugeymslunni á Akureyrarvöku.

Hvískur stráanna eru verk sem unnin eru á handgerđan Katalónskan og nepalskan vatnslitapappír
verkin eru öll unnin úr stráum.

ENDURNĆRING
Úr sólarljósi vinna plöntur orku međ ljóstillífun auk ţess ađ framleiđa súrefni og eru ţví grundvöllur alls lífs. Í smiđju listamannsins sem leikur ađ stráum sprettur nćrandi gróđur sem einnig er hlađinn lífmagni. Í kunnuglegum framandleika sínum og reglufastri óreiđu dćlir hann súrefni til okkar hinna – sem drögum andann léttar.

Texti: Ađalsteinn Svanur

Opnunartími:
Laugardag: 14-18 Opnun
Sunnudag: 14-17

/

"Whispering straws” - Gunnar Kr. Jonasson
Kartoflugeymslan, Akureyri, Iceland

Whispering straws are works done on handmade Catalan and Nepalese aquarelle paper. The works are all made from straws.

NOURISHMENT
Plants produce energy from sunlight through photosynthesis. They also produce oxygen and thus become the foundation of all life. In the studio of the artist who plays with straws nourishing plants grow; full of vitality. In their familiar exoticness and organized chaos they pump oxygen to all of us – and we breathe more lightly.

Text: Adalsteinn Svanur

Opening hours:
Saturday: 14-18 Opening
Sunday: 14-17

Ég er hluti af Akureyrarvöku!
#akureyrarvaka

https://www.facebook.com/events/138804166723856


Íris Auđur Jónsdóttir sýnir "22 konur" í menningarhúsinu Hofi

20863495_670564596471765_6188932958661860861_o

Á Akureyrarvöku föstudaginn 25. ágúst opnar sýning Írisar Auđar Jónsdóttur, 22 konur, í menningarhúsinu Hofi. Málverkaröđin samanstendur af 22 portrait myndum af konum, en ţćr endurspegla kvenpersónur sem koma úr hugarheimi listamannsins. Íris fćr sinn innblástur úr ólíkri tónlist sem mótar persónurnar sem verđa til. Ţetta er fyrsta einkasýning Írisar. Allar myndirnar eru unnar međ akrýl á pappír.

Íris Auđur Jónsdóttir fćddist á Akureyri 1981. Međ menntaskólanum tók hún fjöldamörg námskeiđ hjá Myndlistaskólanum á Akureyri og klárađi fornámiđ ţar 2001. Áriđ eftir flutti hún til Spánar og fór í nám í fatahönnun hjá IED í Madríd og útskrifađist ţađan 2005. Íris lauk kennsluréttindanámi hjá Listaháskólanum og hefur síđan ásamt kennslu unniđ sem sjálfstćđur teiknari. Hún hefur myndskreytt tugi bóka fyrir námsgagnastofnun, teiknađ fyrir einstaklinga, sýningar og söfn.

Ţar má nefna hreindýrasýningu í Hardangervidda í Noregi, margmiđlunaratriđi í Hvalasafninu og teikningar fyrir margmiđlunaratriđi sem er viđ fornleifauppgröft í San Simon í Slóveníu.

https://www.facebook.com/events/501175723570270


Hrannar Hauksson sýnir í Kaktus

20708272_1240237369432517_5357372617027808656_n

'SKÁLKASKJÓL' - Hrannar Hauksson

Portrait myndir unnar međ bleki og penna sem sýna ţekkta skúrka úr klassískum bíómyndum.
Ţađ hefur oft veriđ sagt ađ saga sé ađeins eins góđ og skúrkur hennar. Í ţessari myndaröđ eru sýndir nokkrir eftirminnilegir skúrkar úr kvikmyndasögunni sem renna stođum undir ţá kenningu.

Hrannar Atli Hauksson er myndskreytir og grafískur hönnuđur, fćddur og uppalinn á Akureyri en býr og starfar nú í Bournemouth, Englandi.

Opnun laugardaginn 12. ágúst kl. 14-17.

Einnig opiđ 13. ág´sut kl. 14-17.

https://www.facebook.com/events/814383585409135


Bara einhverjir ofhyrningar - Opnun í Kaktus

20645475_1240710289385225_8673165669573850090_o

Veriđ hjartanlega velkomin í veruleika ofhyrninga ţar sem ekkert skiptir máli. Ágústa Björnsdóttir sér um leiđsögn.

Opnun föstudaginn 11. ágúst 2017 kl. 20

Sýningin verđur einnig opin:
Laugardag 14-17
Sunnudag 14-17

https://www.facebook.com/events/1316839225129042


Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Kaktus

20431699_2001611980076367_5035509109013604883_n

Myndlistasýningin Jćja ! Opnar í Hvíta kassanum í Kaktus á laugardaginn 5. ágúst kl. 14. Á sýningunni eru ný og endurunnin olíumálverk, unnin á stađnum á undanförnum mánuđum.
Karólína Baldvinsdóttir

https://www.facebook.com/events/847568052061000


Verslunarmannahelgin í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi

20374647_10209553697216067_1209810662553568799_n

Verslunarmannahelgin í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi verđur eftirfarandi.

Föstudaginn 4. ágúst kl. 16.00 - 19.00 opnar Guđný Kristmannsdóttir sýningu í Kompunni
Föstudaginn 4. ágúst kl. 17.00 verđur Paola Daniele međ gjörning í Alţýđuhúsinu.
Laugardaginn 5. ágúst kl. 10.00 - 13.00 verđur listasmiđja fyrir börn og ađstandendur viđ Alţýđuhúsiđ. ( vinsamlegast sendiđ börn ekki án umsjónar og komiđ međ hamar ef tök er á )
Sunnudaginn 6. ágúst kl. 14.30 - 15.30 munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir ( í Ljósastöđinni) vera međ erindi á Sunnudagskaffi međ skapandi fólki.

Sýning Guđnýar er opin alla helgina kl. 14.00 - 17.00.
Frítt á alla viđburđi. Veriđ velkomin.

Guđný Kristmannsdóttir og Paola Daniele hafa sýnt saman í
Frakklandi og Ítalíu međ listamönnum í Hic est Sanguis Meus -The
blood of women. Nú sýna ţćr saman á Siglufirđi, Paola verđur međ
gjörning en Guđný međ teikningar og málverk.

Guđný Ţórunn Kristmannsdóttir er fćdd 1965 og er uppalin í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi af myndlistarbraut
Fjölbrautaskólans í Breiđholti 1988, stundađi síđan nám viđ
Myndlista- og handíđarskóla Íslands 1988-91 og brautskráđist ţađan
úr málaradeild. Skömmu síđar flutti hún til Akureyrar ţar sem hún
hefur búiđ og starfađ síđan. Guđný var valin Bćjarlistamađur
Akureyrar áriđ 2010.
Verk Guđnýjar eru ađ mestu stór olíu málverk unnin á striga og tré.
Einnig vinnur hún teikningar og notar blandađa tćkni á pappír, tré
eđa tau. Í verkum hennar skipa draumar stóran sess en ţar fćr innri
og ytri veruleiki oft ađ renna saman. Áherslan er á sjálfsprottnari
vinnuađferđir ţar sem unniđ er án forteikningar ţannig ađ sköpunin,
međ öllum ţeim efasemdum og bakţönkum sem henni fylgja, eiga
sér stađ á myndfletinum. Í hinu ofurviđkvćma sköpunarferli er
nautnin höfđ í ađalhlutverki. Hugmyndin um ađ sköpunin sé
frumstćđur kraftur sem kvikni í líkamanum og sé líkamleg nautn
hefur haft mikil áhrif á verk hennar. Ath. heimasíđuna gudny.is

Paola Daniele, choreographer, dancer and performer, native to
southern Italy, she lives and works in Paris. Preciously preserves her
menstrual blood in the freezer for her performances. She has three
main obsessions: the wedding dresses, the anatomy of dolls and
women’s blood that she questions through her artistic approach and
thanks to the collective Hic Est Sanguis Meus – This is my blood, that
she initiated in 2014 in Paris. She interrogates the ambivalent status of
blood in our collective imagination.

Listasmiđja fyrir börn og ađstandendur fer fram á stéttinni sunnan viđ Alţýđuhúsiđ ef veđur leyfir. Kl. 10.00 - 13.00 á laugardaginn. Unniđ verđur međ timbur og er fólk ţví beđiđ um ađ koma međ hamra ef kostur er. Ekki er ćtlast til ađ börnin komi án tilsjónar.

Ađ uppgötva
Sagt er ađ viđ fćđumst öll međ sköpunargáfu og ţurfum ekki annađ en ađstöđu og smá hvatningu til ađ virkja hana.
Hugmyndaflug barna er sístarfandi, opiđ fyrir nýjungum og gagnrýnislaust.
Hjá barni er ekki markmiđiđ ađ fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin ađ skapa.
Sagt er ađ fyrir fimm ára aldur séum viđ búin ađ uppgötva allt ţađ helsta í tilverunni, hita, kulda, ást, hrćđslu, hungur, vellíđan, sköpun, fegurđ og svo framvegis.
Hvernig getum viđ ţá viđhaldiđ ţeim eiginleika ađ uppgötva?
Međ listsköpun komumst viđ skrefi nćr ţví marki ađ uppgötva algerlega á okkar eigin forsendum. Ţar eru engar fyrirfram gefnar stađreyndir sem heft geta hugarflug einstaklinga.
Uppgötvun barna tengist ekki endilega raunveruleikanum, heldur alskyns undarlegum hlutum og hugmyndum. Hver kannast ekki viđ ţađ ađ sjá óskiljanlega mynd sem barn hefur teiknađ, en í huga barnsins er teikningin heilt ćvintýri.
Ef umsjónarmenn barna sjá til ţess ađ alltaf sé til hráefni til listsköpunar á heimilinu og í skólanum, blómstrar uppgötvunarhćfileiki barnanna.

Sunnudagskaffi međ skapandi fólki fer fram á sunnudaginn kl. 14.30 - 15.30. Ţar munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir sem eiga gömlu Ljósastöđina á Siglufirđi segja frá Ţví sem ţau eru ađ gera.
Sunnudagskaffiđ eru viđburđir sem fara fram í alrými Alţýđuhússins og miđast viđ ađ benda á allt ţađ skapandi starf sem fram fer í samfélaginu. Ađ erindi loknu eru kaffiveitingar.

Uppbyggingarsjóđur/Menningarráđ Eyţings, Fjallabyggđ, Egilssíld, Eyrarrósin og Samfélagssjóđur Siglufjarđar styrkja menningarstarf í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi.


Hverfing / Shapeshifting í Verksmiđjunni á Hjalteyri

20424283_10155542808932829_1750745955211039279_o

Verksmiđjan á Hjalteyri býđur yđur ađ vera viđ opnun sýningarinnar
HVERFING/
SHAPESHIFTING
3. ágúst kl. 17:00
-----------------------------------------------------------------------------
Verksmiđjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
SHAPESHIFTING/
HVERFING
3rd of August at 5 pm

Alex Czetwertynski, Anna Eyjólfsdóttir, Deborah Butterfield, Emma Ulen Klees, Gústav Geir Bollason, Hunter Buck, Jessica Stockholder, John Buck, Kristín Reynisdóttir, Mary Ellen Croteau, Pétur Thomsen, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Ţórdís Alda Sigurđardóttir.

Verksmiđjan á Hjalteyri / 03.08 – 03.09 2017 / Neđst á Hjalteyri viđ Eyjafjörđ / 601 Akureyri http://verksmidjanhjalteyri.com/verksmiđjan.html

Opnun fimmtudaginn 3. ágúst kl. 17 / Opiđ til og međ 03.09. ţri. - sun. 14 - 17

Sýningarstjóri/Curator: Pari Stave, listfrćđingur og sýningarstjóri í Metropolitan listasafninu í New York.


Á sýningunni Hverfing/Shapeshifting í Verksmiđjunni á Hjalteyri mćtast listamenn frá Íslandi og Bandaríkjunum til ţess ađ skapa stađbundin innsetningarverk inn í rýmiđ. Verksmiđjan, saga hennar og nálćgđ viđ Norđur Íshafiđ og náttúruna ţjónar hlutverki bakgrunns en einnig ramma fyrir ný verk listamannanna, sem ađ tengja viđ stef menningarlegra og náttúrulegra gilda, en einnig yfirvofandi ógnvćnlegar breytingar vegna hnattrćnnar hlýnunar – áhrif ţeirra og ófyrirsjáanlegar afleiđingar á samfélög, umhverfi og náttúru.


Verksmiđjan á Hjalteyri hlaut viđurkenningu Eyrarrósarinnar 2016 og var nýlega nefnd sem einn af 10 áhugaverđurstu sýningarstöđum landsins í umfjöllun https://theculturetrip.com/europe/iceland/articles/10-of-icelands-best-art-galleries/. Hún var reist af miklum stórhug á fyrri hluta síđustu aldar. Í dag myndar hún svipmikinn bakgrunn viđ stórar og kraftmiklar innsetningar listamanna.


Hverfing / Shapeshifting
Curator/Sýningarstjóri: Pari Stave, Senior Administrator of the Department of Modern and Contemporary Art at the Metropolitan Museum of Art in New York


Represented artists:
Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Ţórdís Alda Sigurđardóttir, Alex Czetwertynski, Deborah Butterfield, Gústav Geir Bollason, Hunter Buck, Emma Ulen-Klees, Jessica Stockholder, John Buck, Kristín Reynisdóttir, Mary Ellen Croteau, Pétur Thomsen, Rúrí.

The exhibition Hverfing/Shapeshifting brings together renowned artists from Iceland and the United States to create site-specific installations specifically for the interior spaces of the Verksmiđjan building, a former herring oil factory at the beautiful location of Hjalteyri in the north of Iceland. The factory, its history, and its proximity to the sea and nature serve as the reference for the newly created works by the artists, who address themes of cultural and natural values.


Koma listafólksins og sýningin eru styrkt af Uppbyggingarsjóđi, Myndlistarsjóđi, Hörgársveit, Náttúruverndarsjóđi Pálma Jónssonar, Wow air, Listasjóđi Dungals og Ásprenti.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason í verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma 6927450


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband