Lífið er LEIKfimi; Tónlist - Börn - Leikhús

50301983_1485305598269652_3391921443871653888_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent.frkv2-1

Síðasti sýningardagur sýningarinnar Örn Ingi Gíslason, lífið er LEIKfimi verður upphaf að nýju ferðalagi!

Kl. 14:00. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar gefa tóninn og tengja hann sölum safnsins og verkum Arnar Inga!

Kl. 14:50 Lífið er LEIKfimi, eftirspil fyrir flautu. Sérsamið 17. janúar af Oliver Kentish sem samdi stefið „Lífið er LEIKfimi“ í fyrsta gjörningi sýningarinnar 3. nóvember 2018.
Petrea Óskarsdóttir flautleikari leikur.

Kl. 15:00 Lokaávarp Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.

15:15 – 16:00 Börn úr Leiklistarskólanum á Akureyri leiklesa úr nokkrum handritum Arnar Inga sem hann samdi fyrir börn.

https://www.facebook.com/events/998489240353262


Bók og málþing: Örn Ingi, lífið er LEIKfimi í Listasafninu

50249891_1484763998323812_3121357749972107264_o.jpg?_nc_cat=105&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Sýningin Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi hefur verið skipulagður gjörningur síðastliðna þrjá mánuði um það hvernig bók verður til um listamanninn. Nú hefur dagurinn runnið upp!

Fræðistarfið sem hófst 3. nóvember á því að taka myndverkin upp úr kössum, skrásetja þau og efnistök, hlusta á frásagnir samferðamanna, skoða og setja í samhengi, ljósmynda og endurskoða, hefur nú myndað nýja sprota. Einn þeirra er bókin Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fim. Í dag verður hún kynnt og býður hún gestum að líta til sín á sýningartjaldið, óþreyjufull að komast á blað – á blað sögunnar.

Þeir sem taka þátt í málþinginu um „listamanninn og samfélagið“ eru:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
Jón Proppé, listfræðingur
Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður
Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
Rúrí myndlistarmaður
Halldóra Arnardóttir listfræðingur og sýningarstjóri

Aðgangur er ókeypis og málþingið öllum opið.

Gestum og öðrum áhugasömum er boðið að skrá sig á tabula gratulatoria og panta bókverkið sem kemur út á vordögum.

https://www.facebook.com/events/230695141194064


Olga Selvashchuk sýnir í Deiglunni

50463143_984765548373500_3164708401078861824_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Verið velkomin á opnun sýningu gestalistamanns Gilfélagsins, Olga Selvashchuk, Úr Samhengi á laugardaginn, 26. janúar kl. 14 – 17 í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er einnig opin á sunnudag kl. 14 – 17. Léttar veitingar í boði.

Olga Selvashchuk er rússneskur myndlistarmaður sem vinnur þvert á miðla. Keramik, viður, málmar, ljósmyndir og myndbönd eru algengir þættir í innsetningum listamannsins. Olga skoðar viðkvæm mál eins og skömm og sektarkennd, ofbeldi og réttlætingu, fordómum og geðheilsu. Hún er með BFA frá Listaháskólanum í Chicago, Bandaríkjunum.

Nýlegar sýningar sem Olga hefur tekið þátt í eru til dæmis Fulton Street Collective Group Show í Hubbard Street Open House í Chicago, SAIC BFA sýning í Sullivan Gallery, Chicago og Art Experiment í Garage Museum of Contemporary art í Moskvu, Rússlandi.

Við undirbúning fyrir innsetninguna Úr samhengi hugleiddi Olga um fordæmda geðsjúkdóma, og erfiðleikana sem fólk greint með þá gengur í gegn um. Afrakstur þessarar vinnu verður til sýnis í Deiglunni um helgina, sería af smáum skúlptúrum og myndbandsverk.
//
Out of Context / Úr Samhengi
Olga Selvaschcuk, artist in residence
Opening Saturday January 26th hr. 14 – 17
Deiglan, Kaupvangsstræti 23

Olga Selvashchuk holds a BFA from the School of the Art Institute of Chicago, in studio practice.
Olga is an interdisciplinary artist working with a wide range of media. Ceramics, wood, metal, photos, and videos are common elements of the artist’s installations. Olga explores such delicate subjects as shame and guilt, violence and justification, stigma and mental health.
Recent group shows include Fulton Street Collective Group Show within Hubbard Street Open House, Chicago; SAIC BFA show in Sullivan Gallery, Chicago; and “Art Experiment” in Garage Museum of Contemporary Art, Moscow, Russia.
Working on the installation “Out of Context” Olga reflected on stigmatized neurotic conditions and struggles that affected people are going through. A series of the small-scale sculptures and a video will be displayed in Deiglan Gallery, Akureyri, Iceland, on January 26-27, 2019.

https://www.facebook.com/events/479947612537815


Lífið er Leik-fimi: Fjölskylduleiðsögn og listsmiðja á sunnudag

49820717_2188370831184747_3424601437710057472_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lht6-1

Sunnudaginn 20. janúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Arnar Inga Gíslasonar "Lífið er Leik-fimi" í Listasafninu á Akureyri. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku.

https://www.facebook.com/events/2203416293010059


Margeir Dire sýnir í Kaktus

49948466_1823603697762545_3219054984507162624_n.jpg?_nc_cat=101&_nc_ht=scontent-lht6-1

Föstudagskvöldið 18. janúar opnar Margeir Dire sýninguna Life is peachy klukkan 20:00 í Kaktus.
Margeir Dire nam í Myndlistaskólanum á Akureyri, Lahti Institude of Fine Arts í Finnlandi og Instituto Europeo di Design í Barcelona. Hann er þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í allskyns samsýningum og samstarfsverkefnum.
Á sýningunni er úrval af verkum sem unnin voru í Berlin yfir síðasta ár. Það sem bindur verkin hvað helst saman er tímalinan sem þau eru sköpuð í. „Ég reyni að vera í stanslausri þróun, að brjóta niður og byggja upp. Þemu verkanna eru margþætt og hægt er að finna mismunandi útgöngupunkta í hverju verki. Sögur og samhengi sem koma útfrá undirmeðvitundinni, alheimsvitundinni, guðdómleika eða hvað sem þú kýst að kalla það. Það eru nokkur atriði sem ég virðist sækja aftur í flestum verkum.
Sjálfið, næmni, Orka og bylgjutíðnir í kringum okkur og sú sem við gefum frá okkur“.

Verið öll hjartanlega velkomin á þessa fyrstu opnun ársins í Kaktus.
Í boði verða léttar veitingar, stemning og auðvitað þrusu list!
Fyrir þá sem komast síðar verður sýningin einnig opin:
Laugardag 12 - 18
Sunnudag: 12 - 18

Hlökkum til að sjá ykkur.

https://www.facebook.com/events/1233017723539956


Samsýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Sunnudagskaffi með Pauline Joy Richard

 

49253467_10212714999766655_7884255384909643776_o.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-dus1-1

Sunnudaginn 6. jan. kl. 14.00 opnar sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem samanstendur af verkum í eigu Aðalheiðar. Undanfarin ár hefur Aðalheiður haft gaman af að setja upp verk úr listaverka eigu fjölskyldunnar sem er orðin töluverð eftir 30 ára starf við myndlist. Að þessu sinni eru það listamennirnir Jón Laxdal, Freyja Reynisdóttir, Leifur Ýmir og Sigurður Atli, Sigga Björg Sigurðardóttir, Klængur Gunnarsson, Brák Jónsdóttir og Jan Voss sem sýna. 

Sama dag kl. 14.30 mun Pauline Joy Richard ungur iðnhönnuður sem nýverið keypti hús á Siglufirði, vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki.

Pauline Joy Richard fæddist í New York árið 1989, er af Frönskum ættum en ólst upp víða um heiminn. Hún nam hönnun við Central Saint Martins háskólann í Lundúnum og fór í framhaldsnám í Kolding hönnunarskólann í Danmörku. 

 

Eftir útskrift vann hún fyrir ýmis fyrirtæki, m.a. bambú fyrirtæki í Hong Kong, Ecco skófyrirtækið í Danmörku og í þrjú og hálft ár sem listrænn stjórnandi fyrir franska tísku risann LVMH þar sem hún vann með krókódílaleður, silkiprentun og hönnun sólgleraugna.
Hún sagði upp vinnunni fyrir tveim vikum.
Hvað tekur við? 

https://www.facebook.com/events/215086852762250

49393571_10212714994846532_1491901901522862080_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-dus1-1


Guðmundur Ármann sýnir í Deiglunni

49196585_974751676041554_5599999796153679872_o.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-dus1-1

Í Handraðanum

Í tilefni 75 ára afmælis míns, verður myndlistasýning í Deiglunni í Listagili
Sýningin opnar fimmtudaginn 3. janúar og verður opin til 6. janúar frá kl. 14 -17 alla dagana.
Léttar veitingar.
Á sýningunni eru 29 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir , grafík og skúlptúrar úr rekavið. Titill sýningarinnar “ Í handraðanum” vísar til þess að myndirnar eru teknar af lager frá ýmsum tímabilum.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson lauk prentmyndasmíða- námi 1962. Hóf sama ár myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóli Íslands og útskrifaðist af málunardeild 1966. Að því loknu lá leiðin til Svíþjóðar og hóf þar nám við Konsthögskolan Valand, Göteborgs Universitet, lauk þar námi frá grafíkdeild skólans 1972. Kennararéttindarnám við Háskólann á Akureyri 2002-2003. Meistaranám við Háskólann á Akureyri frá 2004-2012.
Guðmundur er nú kennari á eftirlaunum, en kennir á námskeiðum, listfræðslu hjá Símey.

https://www.facebook.com/events/1459110017554785


Lífið er LEIK-fimi, dagskrá í Listasafninu um jólin

48921787_1462596047207274_9135131998182965248_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent.frkv3-1

„Myndlist sem mál“

Föstudaginn 28. desember kl. 15 fjallar Halldór Sánchez fjallar um hugtakið „Myndlist sem mál“ sem var viðfangsefni M.ed. verkefnisins hans 2017. Sem hluti af verkefninu tók hann viðtal við afa sinn, Örn Inga, til þess að fá innsýn í aðferðirnar sem hann notaði í tengslum við listavikurnar sem hann skipulagði um land allt og tók þátt í og líka til að hlusta á hann skýra út hvaða merkingu hann lagði í hugtakið „sköpun“.

Halldór stundar núna meistaranám í hönnun við háskólann í Luzern í Sviss. Hann lauk kennaranámi við Háskóla Íslands 2017 og kenndi síðan myndmennt í eitt ár við Hagaskóla. Halldór leggur áherslu á samþættingu myndlistar, kennslu og hönnunar í grunnskólum sem aðferð við að fá frekari skilning á mismunandi hugtökum innan stærðfræðinnar, náttúrufræði og tungumála svo nokkuð sé nefnt.

Myndlistarsmiðja í heilan dag

Laugardaginn 29. desember kl. 13-17 bjóða myndlistarkennarinn Halldór Sánchez og grunnskólakennarinn Jenny Pfeiffer grunnskólakennari ungmennum á öllum aldri að koma á Lífið er LEIK-fimi og taka þátt í smiðju og dvelja eins lengi og þau vilja.

Smiðjan leggur út frá „frelsi“ sem var mikilvægt hugtak fyrir Örn Inga og við það eru þátttakendur hvattir til að spreyta sig á ólíkum aðferðum og tækni. Hvað gerist þegar þegar maður leyfir hlutum og efnum að njóta sín og koma sér að óvart?

Halldór og Jenny búa núna í Sviss við nám og störf en Halldór fékk kennsluréttindi frá Háskóla Íslands 2017 þar sem hann lagði áherslu á samþættingu námsgreina í gegnum myndlist. Jenny lauk meistarnámi við Háskóla Íslands í alþjóðlegum fræðum menntunnar.

Leikhús Arnar Inga 

Laugardaginn 29. desember kl. 15 mæta þær Dagný Linda Kristjánsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir til leiks. Þær eru fulltrúar leikhúss Arnar Inga, æskunnar (barna og unglinga). Þær settu upp í ólíkum umhverfum – á leiksviði og í kvikmyndum – og báðar fóru þær í utanlandsferðir með leikhópum sínum – Tyrklands (Norðurljósin) og Færeyja (Gildran). Ævintýri á hverju strái!

listak.is


Mami I wanna hug hug!!!! - Myndlistarsýning í Deiglunni

48415571_970379316478790_1514654069866627072_o.jpg?_nc_cat=111&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Verið velkomin á opnun Mami I wanna hug hug!!!!!, sýningar gestalistamanns Gilfélagsins í desembermánuði, Cheng Yin Ngan, í Deiglunni á föstudaginn kl. 20:00. Sýningin er einnig opin kl. 12 - 17 laugardag og sunnudag kl. 12 - 17. Léttar veitingar í boði.

Cheng Yin Ngan er fædd í Hong Kong árið 1995 og útskrifaðist úr myndlist í Hong Kong Baptist Háskólanum 2017. Cheng er myndlistarmaður sem notar teikningu og málun til að túlka lífið og náttúru. Hún reynir að finna möguleika málverksins í gegnum ýmsa miðla, s.s. ljósmyndun og gjörninga, að sameina tenginguna milli málverksins og líkamans, málverksins og hlutarins, málverksins og rýmisins, málverksins og ljóðsins, ásamt því að spyrja "Hvað er málverk?"

Cheng býr við hliðina á síðustu skipasmíðastöð Hong Kong. Hún vinnur með myndlíkingar þar sem hún ber saman ferð skipsins við líf mannsins; þar sem við lifum í vef brottfara, ferða, leitunar, löngunar og komu. Akureyri, með ánni og bryggjunni svipar til heimaborgar sinnar, en menningin og sagan er allt önnur.

https://www.facebook.com/events/395908317817284


Leikfélag Akureyrar og leikmyndir Arnar Inga

47386446_2129833367038494_7011590387676479488_o.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 8. desember kl. 16 fjallar Signý Pálsdóttir, fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, um Örn Inga og leikmyndirnar sem hann gerði fyrir Leikfélagið undir hennar stjórn. Þar á meðal er leikmyndin fyrir leikritið Ég er gull og gersemi eftir Svein Einarsson með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið, sem fjallaði um Sölva Helgason og var að hluta til byggt á Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson, vakti mikla athygli og var sett upp í Norðurlandahúsinu í Færeyjum.

Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari mun leika tónlist Atla Heimis, en mörg sönglaganna eru vel þekkt eins og Kvæðið um fuglana.

https://www.facebook.com/events/358239994936625


Jólasölusýning Myndlistarfélagsins

47390850_2333594766713513_6770062437929451520_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Hvernig væri að gefa eitthvað alveg einstakt í jólagjöf þetta árið? Ekki Arnald með skiptimiða eða finnska nammiskál, heldur brakandi ferska list og það norðlenska í þokkabót!

Myndlistarfélagið ætlar að slá upp sýningu í markaðsformi núna í desember. Þar munu félagar bjóða fala einhverja gimsteina úr eigin ranni, ný verk og hugsanlega reynslumeiri í bland. 

Sýningin opnar þann 8. desember og verður opin flesta daga til jóla. Verkin verða seld beint af veggnum og hægt verður að pakka þeim inn á staðnum, með listrænan innblástur beint í æð. 

Góðar líkur á mandarínum, glöggi, konfekti og öðrum freistingum að falla fyrir. 
Við verðum með opið allar helgar fram að jólum. Hlökkum til að sjá ykkur!

https://www.facebook.com/events/1959931887432182


Tereza Kociánová sýnir í Kaktus

47318079_1760691450720437_8260705355688837120_o.jpg?_nc_cat=107&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Föstudaginn 7. des opnar Tereza Kocianova einkasýningu í Kaktus undir heitinu: 529 m a.s.l.

Opið verður:
Föstudag: 20-23
Laugardag: 14-17
Sunnudag: 14-17

The small collection of portraits of Vindbelgjarfjall, I started making during my living next to lake Mývatn, last year.
View from the window of this hill, made me happy every morning and that starred my everyday routine. I tried to catch the feelings of those moments, so I started painting and drawn down some small pictures.
It happened be my obsession, but in a very positive way. I was painting that, even if I was in another place and I couldn't see it. The picture of it I burned into my mind. The top of the
hill is my genius loci, a place which I have in my memory probably forever.
~I never went to the top of the mountain.

https://www.facebook.com/events/733587807008301


Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

46521693_951901361659919_9099198334689607680_n.jpg?_nc_cat=100&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni föstudaginn 7. desember kl. 20 - 22 og laugardaginn 8. desember kl. 13 - 17.

Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk ýmiss konar, textíll, tónlist , ljóð, bækur og ljósmyndir.
Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru: 
Karl Guðmundsson
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir
Fjóla Björk / Lukonge 
Oktavía H. Ólafsdóttir
Guðrún Hadda
Jóna Bergdal
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Ragnar Hólm
Jónasína Arnbjörnsdóttir
Hrönn Einarsdóttir
Hildur Marinósdóttir / HM Handverk
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Hilma Eiðsdóttir Bakken
Birna Friðriksdóttir / Gjóska
Trönurnar
Triin Kukk
Sigurður Mar Halldórsson
Jóhann Thorarensen
Karl Jónas Thorarensen
Anita Karin Guttesen

Heitt kakó og piparkökur.

https://www.facebook.com/events/2051888368385926


Ange Leccia í Listasafninu á Akureyri

46883431_2120616564626841_2500544579799875584_o.jpg?_nc_cat=105&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 8. desember kl. 15 verður opnuð sýning franska myndlistarmannsins Ange Leccia, La Mer / The Sea / Hafið, í Listasafninu á Akureyri.

Ange Leccia fæddist 1952 á Korsíku í Miðjarðarhafi og er náttúra þessarar sérstæðu eyju honum sífelld uppspretta sköpunar. Hafið er hans þekktasta verk, en hann umbreytir því sífellt og aðlagar sýningaraðstæðum hverju sinni. Verkið vísar í austræna heimspeki þar sem tilvist mannsins er líkt við logandi bál sem fuðrar upp á örskotsstundu.

Leccia hóf snemma að vinna með kvikmyndatæknina sem listform og tileinka sér aðferðir sem fela í sér endurtekningu, þvert á mæri listgreina. Eins og margir samtímalistamenn notar hann myndir og tónlist sem hráefni og moðar úr þekktum augnablikum vestrænnar dægurmenningar og kvikmyndasögu.

Ange Leccia er stofnandi og forstöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar Pavillon Neuflize OBC í Palais de Tokyo, París. Verk hans hafa verið sýnd í helstu listastofnunum heims og má þar nefna Dokumenta í Kassel, Guggenheim í New York, Skulptur Projekte í Münster, Feneyjatvíæringinn og George Pompidou menningarmiðstöðina í París.

Sýningarstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir.

facebook.com/events/2097244943918917

listak.is


Gjörningur í Listasafninu: Bæjarhátíðir - Hólmavík og Örn Ingi

46459301_1440102236123322_8026819862158376960_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 24. nóvember kl. 16 verður gjörningur í Listasafninu á Akureyri, sal 04. Björk Jóhannsdóttir (fyrrum formaður afmælisnefndar Hólmavíkur) og Stefán Gíslason (fyrrum sveitastjóri Hólmavíkur) endurvekja 100 ára afmæli Hólmavíkur árið 1990. Þau eru samferðarmenn Arnar Inga og fulltrúar bæjarhátíðanna sem hann skipulagði. Í stað þess að afhenda grein í bókina um Örn Inga koma þau með sitthvað í farteskinu og úr verður gjörningur.
Minningin um 450 manna leikhús á Hólmavík með tilheyrandi afmælistertu býður ekki upp á minna.

https://www.facebook.com/events/544544972636967

listak.is


Fjölskylduleiðsögn og listsmiðja í Listasafninu

46498359_2111658602189304_5486050834867290112_n.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Arnar Inga Gíslasonar "Lífið er Leik-fimi" í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Aðgangur er ókeypis og í boði Norðurorku.

https://www.facebook.com/events/332899954211157

listak.is


Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA í Listasafninu á Akureyri

46511123_2111233052231859_7201030284022644736_n.jpg?_nc_cat=100&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Laugardaginn 24. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Taugar, opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er fjórða árið í röð sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Nemendur:
Berglind Björk Gísladóttir
Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir
María Lind Oddsdóttir
Sara Líf Huldudóttir
Sesselía Agnes Ingvarsdóttir
Sigþór Veigar Magnússon
Tinna Rut Andrésdóttir

Útskriftarsýningin stendur til 2. desember og er opin alla daga kl. 12-17.

Mynd: Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir.

listak.is

https://www.facebook.com/events/801508150241465


Nathali Lavoie ásamt Steve Nicoll sýna í Deiglunni

46499289_947383298778392_1367730617424281600_o.jpg?_nc_cat=107&_nc_ht=scontent-lhr3-1

SKJÓL!
Leitið í skjól í Deiglunni á föstudaginn 23. nóv. kl. 20, sem og laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.

Neyðarskýli eiga sér langa sögu á Íslandi og hafa mikilvægt hlutverk enn þann dag í dag. Í Deiglunni verður hægt að skoða neyðaskýlin í gegnum þrívíddarmódel af sögufrægum íslenskum skýlum, í gegnum innsetningu, video og fleiri miðla. Byggðu þitt eigið módel af skýli og taktu með heim.

Nathali Lavoie, gestalistamaður Gilfélagsins, og samstarfsmaður hennar Steve Nicoll rannsaka heimspekileg þemu í nöturlegu landslagi.

"Við höfum ferðast yfir Ísland fimm sinnum síðan 2012 og neyðarskýlin hafa komið við sögu í mörgum gönguferðum. Þessi íslenska hefð að koma upp varanlegum skýlum er mjög ólík þeirri í norður Kanada þar sem eru aðeins sett upp tímabundin skýli. Þessi skýli, bæði forn og ný, vöktu forvitni okkar, okkur fór að þykja vænt um þau og síðar urðu þau að þráhyggju. Það að byggja varanlegt skýli segir margt um hvernig þjóð hugsar um stað sinn innan náttúrunnar og skyldu sína gagnvart seinni kynslóðum sem munu byggja þar."

Natalie Lavoie er myndlistakona sem búsett er í Fort Simpson, litlu afskekktu samfélagi í nyrsta fylki Kanada. Hún hefur með búsetu sinni á norðurslóðum þróað afar sérstakan stíl, þar sem hún nýtir sér hinn langa vetur. Listræn vinna hennar er byggð á tilraunakenndum samskiptum við staði. Leifar af innsetningum og gjörningum eru skrásettar með ljósmyndum, myndböndum og skrifum. Í fyrri verkum hefur hún notað vatn sem efnivið fyrir tímabundnar innsetningar í frosti.

/

SHELTER!

Take shelter in Deiglan Gallery starting Friday 23 November at 20, as well as Saturday and Sunday from 14 to 17.

Shelters have a long history in Iceland, and continue to have a vital role today. Explore wilderness shelters through many 3d models of historical Icelandic shelters, an installation, video, and more. Build your own model shelter and take it home. 

Nathalie Lavoie, visual artist in residence, and her collaborator, Steve Nicoll, explore philosophical themes in austere outdoor settings.  

"Over our five journeys across Iceland since 2012, wilderness shelters featured on many of our hikes. The Icelandic tradition of establishing permanent shelters contrasts sharply with our own tradition of temporary shelters where we live in northern Canada. For us, the historic and contemporary Icelandic shelters we encountered were curiosities, then objects of affection, and, eventually, an obsession. To build a permanent shelter says a great deal about how a culture views its place in the landscape and its obligation to the future generations who inhabit it."

Nathalie Lavoie is a visual artist based in Fort Simpson, Northwest Territories, a remote community in Canada’s subarctic. In the North, she developed a distinctive artistic style taking advantage of the long, spectacular winters. Her artistic practice stems from experiential engagement with places. The installations and performances persist as traces by means of photographs, videos, and writing. Much of her past work involved the use of water as a material in ephemeral installations in sub-zero environments.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23 Akureyri. 
Gilfélagið eru félagasamtök rekin af sjálfboðaliðum og er styrkt af Akureyrarstofu

https://www.facebook.com/events/333172210571646


Joris Rademaker sýnir ný verk í Mjólkurbúðinni

46076609_10155734226606767_7647288166444957696_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_eui2=AeEoOTRFn1o5_48Je73oytbwMT786IxwuGJNNY0KByFn6UbLlpKEe817gBvqR64ntfODDJ20qElJXpTv98truJOcqBWtqHcy8pJhOYmivFfcgw&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 17. nóvember opnar Joris Rademaker myndlistarsýningu á nýjum verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur yfir í tvær helgar (til 25. nóvember) og er opin frá kl. 14-17 laugar-og sunnudaga. Allir velkomnir. 

Hreyfing er aðal drifkrafturinn í mannkyninu og náttúrunni til að aðlagast nýjum aðstæðum. Joris Rademaker rannsakar og leikur sér með grundvallarþætti náttúrunnar í listsköpun sinni. Að skapa list og að hlusta á innsæi sitt er hans aðferð til að lifa af, ásamt því að fá meiri skilning á umhverfinu og lífinu sjálfi. Hann vonar að mannkynið læri að lifa í sátt við náttúruna en ekki á henni. Joris hefur unnið lengi með fundna hluti, bæði manngerða og beint úr náttúrunni. Verkin eru oftast táknræn og túlka og tjá tilfinningar, samband og tengsl manns og náttúru á persónulegan hátt. Óspillt náttúra Íslands gefur honum sífellt innblástur. Joris vill breyta fundnu hlutunum sem minnst en setja þá í nýtt samhengi.

https://www.facebook.com/events/454574798401026


A! Gjörningahátíð 8.11.-11.11.2018

45490505_2223440234580367_5792243726323548160_o.png?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lhr3-1

A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem hefst fimmtudaginn 8. nóvember og lýkur sunnudaginn 11. nóvember. Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru: Aðalsteinn Þórsson (IS), Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (IS) og Birgit Asshoff (D), Birgitta Karen Sveinsdóttir (IS), Hekla Björt Helgadóttir (IS), Kristján Guðmundsson (IS), Kviss búmm bang (IS), Paola Daniele (F), Raisa Foster (SF), Yuliana Palacios (MEX/IS), Örn Ingi tileinkun: Kolbeinn Bjarnasson (IS) og Þórarinn Stefánsson (IS).           

Á sama tíma fer vídeóalistahátíðin Heim fram og þar taka þátt Arna Valsdóttir (IS) og Raisa Foster (SF)

Að hátíðinni standa: Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.

Staðirnir þar sem Gjörningarnir á A! 2018 munu fara fram að þessu sinni eru: Listasafnið á Akureyri, Menningarhúsið Hof, Gil kaffihús, Kristnesskógur og Vanabyggð 3 auk fleiri staða á Akureyri

A! Gjörningahátíð er nú haldin í fjörða sinn en hátíðin sló strax í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2015 og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina meðal annars: "Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður."

Guðrún Þórsdóttir er verkefnastýra A! Gjörningahátíðar og hún veitir nánar upplýsingar í síma 6632848 og gudrunthorsd@gmail.com. Ásamt henni eru listrænir stjórnendur: Bjarni Jónsson, Hlynur Hallsson og Ragnheiður Skúladóttir.

https://www.facebook.com/A.performance.festival


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband