Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Ragnar Hólm sýnir í Populus tremula

10380887_10152507676383081_5409785993263700899_n

Ragnar Hólm sýnir í Populus um hvítasunnuhelgina

Laugardaginn 7. júní kl. 14.00 opnar Ragnar Hólm myndlistarsýningu í Populus tremula. Ragnar hefur á undanförnum árum haldið nokkrar sýningar á vatnslitamyndum en að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk.

Sýningin er einnig opin á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi


Georg Óskar sýnir í Mjólkurbúðinni

1511229_10203736608923376_8094993394429967701_n

Þér er boðið á sýninguna "Plenty Of Nothing" í Mjólkurbúðinni, laugardaginn 7 júní kl 14:00.

Georg Óskar er 28 ára myndlistamaður, hefur hann tekið þátt í 6 samsýningum og hefur haldið 8 einkasýningar, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hafa verk eftir hann birst í erlendum nettímaritum og nýlega fékk The Rochester Museum of Fine Arts, USA 2 verk í safn sitt.

"Plenty Of Nothing" mun vera ein af síðustu sýningum hér á landi í bili þar sem myndlistamaðurinn mun dvelja næstu 2 ár í Bergen í Noregi. Hefur hann þar meistaranám við Bergen Academy of Art and Design næstkomandi haust.

Hægt er að kynna sér verk Georgs á heimasíðunni www.georgoskar.com

Allir hjartanlega velkomnir.

Ath. Helgarsýning.

https://www.facebook.com/events/1428458117422688


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband