Opinn fundur um viðburði og hátíðir sumarsins

large_listasumar2

Opinn fundur þar sem farið verður yfir breytingar á viðburðum sumarsins á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu verður haldinn í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16.30-17.30 í Listasafninu, Ketilhúsi. Allir velkomnir.

Síðustu vikur hefur ráðgjafahópur komið saman til að ræða um breytingar á viðburðum sumarsins sem eru á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu. Þetta var gert að beiðni stjórnar Akureyrarstofu eftir umræðu og mat á hátíðahöldum síðasta sumars.

Búið er að leggja nýjar skýrar línur sem byggja að sumu leyti á gömlum grunni. Lagt er upp með eftirfarandi breytingar:

  • Áhersla er lögð á þrjár afmarkaðar hátíðir auk námskeiða. Listasumar hættir í núverandi mynd en þess í stað lögð áhersla á Jónsmessuhátíð sem sólarhringslangan en stóran viðburð og eflingu A! Gjörningahátíðar.
  • Hægt verður að sækja um verkefnastyrki vegna þátttöku á Jónsmessuhátíðinni líkt og var á Listasumri.
  • Sumarnámskeið og listasmiðjur sem áður voru á Listasumri verða nú í ágúst og afraksturinn sýndur á Akureyrarvöku. Hægt verður að sækja um styrki fyrir námskeiðunum. 
  • Gjörningalistahátíðin A! fær aukið fjármagn til dagskrárgerðar og verður færð á næsta ári yfir í októbermánuði þannig að „lofti betur“ um bæði hana og Akureyrarvöku.

Georg Óskar sýnir í Listasafninu á Akureyri

16251911_1361090967246075_3475613892167981712_o

Laugardaginn 28. janúar kl. 15 verður sýning Georgs Óskars, Fjögur ár, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Á sýningunni má sjá valin verk úr smiðju listamannsins frá 2013 til 2016.

„Yfirlitssýningar listamanna eru gjarnan stórar í sniðum og innihalda mikið úrval verka sem unnin eru á löngu tímabili,“ segir Georg Óskar. „Mér fannst skemmtileg hugmynd að setja núna upp yfirlitssýningu sem spannar aðeins fjögur ár af þeim tólf sem ég hef unnið markvisst að eigin myndlist. Mig langar allavega að sjá eina yfirlitssýningu með verkum mínum, því satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvort ég verði vitni að þeirri næstu.“

Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi 2016. Hann hefur haldið ellefu einkasýningar og tekið þátt í fimm samsýningum.

Georg Óskar verður með leiðsögn á síðasta sýningardegi, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.15-12.45.

listak.is


Bloggfærslur 30. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband