Sandra Rebekka opnar sýninguna no2 í Mjólkurbúðinni

13662132_10153630381997231_6128006734011961383_o

Sandra Rebekka opnar sýninguna no2 í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri laugardaginn 16.júlí kl. 14. Sýning Söndru Rebekku er einnig opnunarsýning á Listasumri 2016 í Mjólkurbúðinni.


Sandra Rebekka um sýninguna no2:

Þversagnir geta umbreytt því hefðbundna, kunnulega og hversdagslega. Með þversögnum vaknar nýr áhugi og það sem áður var, fær nýtt líf. Verkin eru í eðli sínu kyrrstæð en listamaðurinn gerir tilraun til þess að ná fram hreyfingu í annars kyrrstæðan veruleika. Hreyfinguna notar hann líkt og síu og gerir þannig viðfangsefnið fjarlægar áhorfandanum. Með hreyfingunni færist hlutbundna viðfangsefnið nær því óhlutbundna og í verkunum kannar listamaðurinn sambandið á milli þess hlutbundna og þess óhlutbundna. Verkin eru tilraun til þess að skapa veruleika sem er bæði kyrrstæður og á hreyfingu og ef til vill á gráu svæði þar sem hið hlutbundna og hið óhlutbundna mætast.


Sýning Söndru Rebekku stendur til 24.júlí og er opin laugardaga kl.14-17 og eftir samkomulagi.


Sandra Rebekka sandrarebekkadudziak@gmail.com

Mjólkurbúðin Listagili er á facebook


Bloggfærslur 14. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband