Mirta Vignatti opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu

13558952_10153603009117231_3409580963230758871_o

Ítalska listakonan Mirta Vignatti opnar sýninguna The Island of Light í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2.júlí kl. 14.

Listakonunni Mirtu Vignatti var mjög umhugað um tímabili mikilla fólksflutning þegar hún vann verkin á sýningunni:

Um flóttafólkið sem yfirgefur heimkynni sín, félagslega stöðu og ferðast yfir ógurleg höf og oft fjandsamleg.
Margar berskjaldaðar og viðkvæmar sálir stefna í átt að eyju ljóssins.
Landi þar sem græn og ilmandi náttúran getur umvafið þau.
Tækifæri til sáluhjálpar, nýtt upphaf.
Eyjan virðist vera hilling en þörfin fyrir að lifa af er yfirsterkari hinum dimma hljómi eigingirni og ótta.
Ljósið er tilgangurinn í fjarska og bíður umbreytinga, líkt og náttfiðrildi í skógi hinnar tímalausu manngæsku.

Mirta Vignatti fæddist í Rosario í Argentínu 1967 og útskrifaðist í listum frá The National University of Art í Rosario. 2001 flyst hún til Lucca á Ítalíu, þar sem hún býr og starfar í dag. Mirta hefur hlotið viðurkenningar fyrir myndlist sína og nú síðast í flokki málverka Art Protagonist árið 2014 í Treviso. Mirta hefur sýnt víða í heimalandi Ítalíu, í Berlín, Hamborg og nú í fyrsta sinn á Íslandi í Mjólkurbúðinni á Akureyri.

Sýning Mirtu stendur til 10.júlí og er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi.


http://www.mirtavignatti.com


Mjólkurbúðin Listagili er á facebook

s.8957173


Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13558873_1028964917180113_7449602107351914618_o


Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3.júlí 2016

Á næstkomandi sunnudag kl. 15.30 verður efnt til samsætis í fimmta sinn undir dagskrárliðnum "sunnudagskaffi með skapandi fólki"
Meiningin er að kalla til skapandi fólk úr samfélaginu frá ólíkum starfsstéttum til að fá innsýn í sköpunarferli.  Um er að ræða óformlegt spjall,  og myndast oft skemmtilegar samræður milli gesta og fyrirlesara.

Kristján Einarsson  mun sjá um sunnudagskaffið að þessu sinni.  Hann er stærðfræðikennari og hefur kennt stærðfræði við framhaldsskóla í fjögur ár. Hann hefur einnig tekið þátt í þverfaglega samstarfsverkefninu Reitir undanfarin fimm skipti.

Kristján mun fjalla um stærðfræði í víðu samhengi og hvernig sköpun kemur þar fram. Einnig mun hann ræða þátt sinn í þróun námsgagna, en hann gaf út bókina Hringfari: Föll og ferlar á árinu. Um þessar mundir vinnur Kristján meðal annars að því að hanna spil sem einnig tengist stærðfræðikennslu.

Erindið fer fram á ensku.   
Kaffi og meðlæti í boði,  allir velkomnir

Fjallabyggð, Egilssíld og Menningarráð Eyþings styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Nánar á fb: mhttps://www.facebook.com/events/592657860912238/

 


Bloggfærslur 29. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband