REITIR, sýning og málstofa í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

15585031_1203443563081327_8197484377012006687_o

REITIR í samstarfi við Akureyrarstofu, Listasafnið á Akureyri, Alþýðuhúsið á Siglufirði, Evrópu Unga fólksins og Haack_Marteinsson bjóða þig velkominn á bókaútgáfu REITA

Í tilefni útgáfu bókar Reita, Tools for Collaboration, verður opnuð sýning og málstofa haldin í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi laugardaginn 17. desember kl. 15. Viðburðurinn er öllum opinn, án endurgjalds. Smiðjan Reitir hefur nú verið haldin síðustu fimm sumur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og til að fagna þeim áfanga hefur hópurinn unnið að ítarlegri greiningu á verkefninu. Eftir marga mánaða vinnu er útkoman 448 blaðsíðna bók sem tekur saman öll helstu atriði smiðjunnar og miðlar þeirri þekkingu sem þar hefur orðið til á síðustu árum. Bókin er hagnýtur leiðarvísir að menningartengdu frumkvöðlastarfi og innblástur fyrir alla þá sem eru áhugasamir um lausnamiðað og skapandi starf.

Dagskráin er eftirfarandi:
15.00 Opnun sýningar og bókaútgáfu
15.15 Ávarp ritstjóra
16.00 Málstofa
17.10 Boðið uppá kartöflusúpu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Málstofan verður miðuð að einstaklingsframtaki og frumkvöðlastarfi í menningu og þeim verkfærum sem hægt er að beita á þeim grundvelli. Hluti viðburðarins fer fram á ensku.

Málstofan er styrkt af Akureyrarstofu, sem er heimahöfn menningar-, markaðs-, kynningar- og ferðamála hjá Akureyrarbæ. Við þökkum þeim stuðninginn!

ATH: Það er sérstakur útgáfuviðburður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði klukkan 17:00 föstudaginn 16.desember.

https://www.facebook.com/events/1299090130143283


Hitt og þetta, hingað og þangað í Kaktus

15304547_1019230251533231_565673238101791985_o

Jónína Björg Helgadóttir heldur sölusýningu þar sem hún sýnir verk sem hún hefur málað hingað og þangað um bæinn, eitt verk á mánuði. Fleiri verk verða til sýnis og sölu, en Jónína er að flytja vinnustofuna sína úr Kaktus og yfir í Flóru um áramótin svo það verður öllu til tjaldað!

Opið:
Föstudag frá kl. 19 -22
Laugardag frá kl. 13-19
Sunnudag frá kl. 13-19

// Jónína Björg Helgadóttir exhibits work in Kaktus. The works include paintings painted around town in the last year, some outside but inside when the weather didn't allow outside painting.
Jónína is moving her studio from Kaktus to Flóra and will be showing and selling a lot of different work, f.x. linocuts, jewellery, small and big paintings.

Open:
Friday Des. 16th 5 - 10pm
Saturday Des. 17th 1 - 7pm
Sunday Des. 18th 1 - 7pm

https://www.facebook.com/events/1431069076955056


Bloggfærslur 14. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband