Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir opna sýningu í Flóru

15156785_1337638999600525_233002762591918377_o

Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir
Misminni
1. desember 2016 - 7. janúar 2017
Opnun fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 661 0168
http://floraflora.is/

https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1820393844881951


Fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19 opna Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Misminni í Flóru á Akureyri.

Heiðdís og Jónína sýna hér ný verk, unnin á pappír með blandaðri aðferð. Líklega hefur það síast inn í úrvinnslu verkanna að sýningin varð til á sundfundi. Þeir eru einstaklega árangursríkir. Og hressandi. Verkin eru unnin uppúr samtölum við hvali. Í draumum. Og á Skype. Svo fóru listamennirnir á happy hour og hugleiddu hvort og þá hvernig þær væru misheppnaðar. Sem listamenn. Og lífverur. 

Jónína Björg Helgadóttir er fædd 1989 og alin upp á Akureyri. Hún útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2015. Hún er ein af skipuleggjendum listaverkefnisins Rótar, sem hefur farið fram síðustu þrjú sumur í Listagilinu. Hún er einnig ein af umsjónarmönnum listarýmisins Kaktus og hefur verið þar með sína vinnustofu. 

Valdar sýningar: 
07.05.2016 Stingur í augun - Kaktus á Hjalteyri. Verksmiðjan á Hjalteyri. Sýningaröð þar sem Kaktus tók yfir Verksmiðjuna með vinnustofum sínum og sýningarhaldi. 
30.04.2016 Krossnálar. Kaktus, Akureyri. Samsýning.
08.04.2016 Look at all the food! Palais de Tokyo, París. Gjörningur á gjörningahátíðinni Do Disturb.
19.03.2016 Hoppa. Núna! Mjólkurbúðin, Akureyri. Einkasýning.
31.10.2015 Eden/Vín. Ekkisens, Reykjavík. Samsýning með Kaktus meðlimum. 
17.10.2015 Týnd. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
16.05.2015 Sjónmennt 2015. Listasafnið á Akureyri. Sýning útskriftarnema við Myndlistaskólann á Akureyri. 

Heiðdís Hólm er fædd 1991 og lauk námi úr Myndlistarskólanum á Akureyri núna í vor 2016. Hún býr og starfar á Akureyri. Heiðdís 
vinnur verk í blandaða miðla með áherslu á breytileika málverksins. Verkin vilja oft vera sjálfsævisöguleg, femínísk, um lífið, listina og letina.

Valdar sýningar:
2016 Það kom ekkert. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
2016 Meðvirkni. Harbinger, Reykjavík. Samsýning.
2016 Do Disturb. Með Delta Total. Palais de Tokyo, Paris, France. Gjörningahátíð.
2016 Stingur í augu. Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Samsýning.
2016 Guð minn góður! Mjólkurbúðin, Akureyri. Samsýning
2015 Haust. Listasafnið á Akureyri. Akureyri. Samsýning 

Nánari upplýsingar um Jónínu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.joninabjorg.com/

Nánari upplýsingar um Heiðdísi og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.heiddisholm.com/

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: miðvikudaga kl. 14-18, fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-14 og laugardaga kl. 10-14.

Sýningin stendur til laugardagsins 7. janúar 2017.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm sýna í Deiglunni

15259731_1769297683335207_7705289892960797597_o

Verið velkomin á opnun myndlistarsýningar Guðmundar Ármann og Ragnars Hólm í Deiglunni á Akureyri, laugardaginn 3. desember kl. 14-18. Einnig opið sunnudaginn 4. desember. Félagarnir sýna nýjar vatnslitamyndir og einnig fáein olíumálverk.

https://www.facebook.com/events/1805768199666746


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna "Á ferð og flugi" í Sal Myndlistarfélagsins

10314604_10206921735868445_912977267840411574_n

Laugardaginn 3. desember kl. 14-17 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna "Á ferð og flugi" í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Sýnd verða myndverk sem hún hefur unnið í haust í Berlín, en hún hefur dvalið í SÍM-vinnustofu þar og fékk Mugg- styrk vegna dvalarinnar. Sýningin er opin frá kl. 14-17 um helgar en á virkum dögum er lokað, þó er hægt að koma á öðrum tímum eftir samkomulagi við sýnandann ( í síma 894 5818). Sýningunni lýkur 11. des.

Efniviður sýningarinnar er fólk á förnum vegi í Berlín, og upplifun af heimsókn í flóttamannabúðir sem hafði djúpstæð áhrif.

Guðrún Pálína nam myndlist í Hollandi 1982-89 í AKI í Enschede og Jan van Eyck Akademie í Maastricht. Hún hefur verið starfandi myndlistarmaður síðan og haldið fjölda sýninga og skipulagt marga listviðburði og samsýningar, síðast kvennasýninguna Rífa kjaft í Verksmiðjunni á Hjalteyri þetta ár.

Einnig hefur hún ásamt eiginmanninum Joris Rademaker rekið listagalleríið Gallerí +, á Akureyri í mörg ár.

Guðrún Pálína dvaldi í Berlín veturinn 2013-14 og eru verkin á sýningunni beint framhald af vinnu hennar þá, og eftir sýninguna heldur hún aftur þangað og verður til vors. Guðrún Pálína hefur í bæði skiptin m.a. dvalið í SÍM-vinnustofu og hlotið styrk frá Muggi. 


Bloggfærslur 28. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband