Jonna - Jónborg Sigurðardóttir opnar sýninguna TÍÐARHVÖRF í Mjólkurbúðinni

15109446_10153962646347231_2630377395690622893_n

Jonna - Jónborg Sigurðardóttir býður á myndlistasýninguna TÍÐARHVÖRF í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri laugardag og sunnudag 19. - 20. nóvember kl. 14-17

Verkin á sýningunni eru unnin úr OB töppum og akrýlmálningu. Um síðustu aldamót hóf Jonna að nota OB tappa í myndsköpun. Eftir nokkurra ára hlé ákvað hún að taka þennan listmiðil upp aftur og úr varð sýningin Tíðarhvörf og hefur Jonna einfaldlega þetta að segja um sýninguna: ,, Hormónarnir taka völdin, bless blóð, halló þroski og gleði"!

Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Designskole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðustu árin; haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum. Jonna gefur ekkert eftir í ár og nú er farandssýning hennar Völundarhús plastsins á ferð, í Árbæjarsafninu í Reykjavík. Jonna hefur túrað með Völundarhús plastsins á ferð til Hríseyjar, á Skagaströnd og á Bakkafjörð en sýningin hófst í upphafi árs í Listasafninu á Akureyri. Nýlega færði listakonan Jonna Akureyrarkirkju listaverk unnin með OB töppum og akrýlmálningu að gjöf en það er portrait mynd af Akureyrarkirkju.

Tíðarhvörf eru aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni og eru allir velkomnir.

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


Lista- og handverksmessa Gilfélagsins í Deiglunni

15056505_570263953156997_2759332546868642243_n

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 19. nóvember kl. 13 - 18. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru:
Hrönn Einarsdóttir
Jónborg Sigurðardóttir
Þórhildur Örvars
Lára og Hjalti
Þorgerður Jónsdóttir
Jökull Guðmundsson
Rósa Júl og Kalli
Kristjana Agnars
Jóna Bergdal

Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Stefánsdóttir s. 895 3345 og Ívar Freyr s. 868 9218.

https://www.facebook.com/events/1152765731437408


Vikar Mar sýnir Kveldúlf Mar í Kaktus

14993364_994209834035273_7319860102731099571_n

Sýninguna Kveldúlf Mar tók Vikar Mar saman yfir ágætt tímabil sem yfirlitssýningu yfir það sem hefur verið að spila sem stærstu hlutverkum í lífi hans upp á síðkastið. Vikar Mar býr nú á Ytri-Bakka við Hjalteyri og heldur þar Sauðfé og Ali endur, ásamt því að vera með vinnustofu í verksmiðjunni á Hjalteyri sem er hans mesti innblástur í verkum hans sem stendur.
Árið 1937 var Síldarbræðsla Kveldúlfs hf á Hjalteyri reist að vetri til í illvonskuveðri, bræðslan var starfræk til 1966 en hefur síðan þá hýst margt annað. Sýningin er að hluta til að heiðra Verksmiðjuna og spila video af henni stórt hlutverk í sýningunni.

Opnun laugardaginn 19. nóvember 2016 kl. 21-22.

Kaktus
Kaupvangstræti 10, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/525856117611007


Bloggfærslur 17. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband