Skammdegi Festival 2016 á Ólafsfirði

12604896_207305706282535_7814987891122126454_o

Listhús kynnir með stolti Skammdegi Festival 2016, árleg hátíð tónlistar, sjónlistar og blandaðar tækni sem eru gerðar af alþjóðlegum listamönnum. 25 listamenn voru valdir úr hópi 75 umsækjanda allstaðar í heiminum. Hátíðin er á sínu öðru ári og stefnir að því að koma með nýstárleg verk til heimanna og alþjóðlegra áhorfenda.
 Þið eruð hjartanlega velkomin á sameiginlegu opnunar sýninguna sem verður í Listhúsinu á Ólafsfirði fimmtudaginn 28 janúar 2016 klukkan 19:00. 11 listamenn munu sýna verk sín meðan á opnunarsýningunni stendur.

https://www.facebook.com/events/237593049905342
 


Málþing um myndlist í Fjallabyggð 30. jan. 2016

12524044_10205642478518044_4419142071196676191_n

Málþing um myndlist í Fjallabyggð 30. jan. 2016


Laugardaginn 30. jan. kl. 14.00 – 16.30 efnir Alþýðuhúsið á Siglufirði til málþings um myndlist í Fjallabyggð.

Á undanförnum fimm árum hefur sýningarhald, fyrirlestrar, kennsla, samstarfsverkefni og heimsóknir listamanna til Fjallabyggðar stóraukist og  vegna tilkomu Listhússins á Ólafsfirði, Menntaskólans á Tröllaskaga, Herhússins á Siglufirði og Alþýðuhússins á Siglufirði, hafa opnast nýir og áhugaverðir möguleikar í bæjarfélaginu.  Starfsemi þessi kemur sem viðbót við annars ágætis sýningarhald á vegum Rauðku, Síldarminjasafnsins, sal Ráðhússins á Siglufirði og annarra einkaaðila/gallería.  Einnig hefur Herhúsið verið í notkun síðan 2005.

Alla jafna eru myndlistasýningar í Kompunni Alþýðuhúsinu, Herhúsinu í lok listamannadvalar,  í Listhúsinu og gjörningar í sal Alþýðuhússins.. Í bæjarfélaginu eru 6-8 erlendir og innlendir listamenn í gestavinnustofum á hverjum tíma og fjölgar upp í 25 manns í ákveðnum verkefnum nokkrum sinnum á ári.  Fjöldi manns  eru í listnámi og  ýmsar uppákomur og sýningar í öðrum sölum af og til.  
Gestum fer fjölgandi ár frá ári sem einnig kunna æ betur að meta blómlegt listalíf.
 
Ýmsir listamenn sem dvalið hafa um stund við verkefni í bæjarfélaginu hafa fest kaup á húsnæði og aðrir koma reglulega til lengri eða skemmri dvalar.
Fjöldi listamanna sem stunda list sína fullu starfi eru búsettir eða eiga hús í Fjallabyggð og setja svip sinn á samfélagið.

Á þessu málþingi verður fókusinn á myndlist,   Gott verður að fá einhverskonar heildarmynd yfir það sem í boði er, umfang, stöðu og hvert stefnir.

Dagskráin er sem hér segir, með fyrirvara um einhverjar mín. til og frá.

kl. 14.00   Aðalheiður S. Eysteinsdóttir ,  Alþýðuhúsið- Kompan, að koma heim.
kl. 14.15   Lára Stefánsdóttir,   Listnám í heimabyggð..
kl. 14.30   Steinunn María Sveinsdóttir,   Myndlist í Fjallabyggð.    
kl. 14.45   Alice Liu,  From 1 to 25: the development of Listhus in 5 years.
kl. 15.00  Kaffiveitingar
kl. 15.15  Logi Már Einarsson,  Myndlist og samfélag.
kl. 15.30  Arnar Ómarsson,  Reitir.
kl. 15.45  Guðný Róbertsdóttir,  Herhúsið.
kl. 16.00  Opnar umræður.

Málþingið er öllum opið,  og eru allir hvattir til að taka þátt sem láta sig málið varða. Ekkert þátttökugjald.

Allar upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091


Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð, Egilssíld og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/558028051028603/559514640879944/


Bloggfærslur 26. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband