A! Gjörningahátíð haldin á Akureyri

11855619_987122054642970_3333175628423377327_n

A! Gjörningahátíð verður haldin í fyrsta sinn dagana 3. - 6. september 2015. Stefnt er að því að hún verði að árlegum viðburði. Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi frá Myndlistarsjóði.

Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviðslistafólks verða á A! og meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Snorri Ásmundsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Marta Nordal, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriðpleir.

A! fer fram víðsvegar um Akureyri og teygir anga sína til Hjalteyrar. Meðal annars verða settir upp gjörningar í kirkjutröppunum, uppskipunarskemmu á Oddeyri, Verksmiðjunni á Hjalteyri og nokkrir gjörningar verða Menningarhúsinu Hofi og í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Auk þess verður „off venue” dagskrá í Listagilinu og víðar og á sama tíma fer fram vídeólistahátíðin Heim.

Dagskrá A! verður gefin út í lok ágúst og mun hátíðin marka lokin á Listasumri sem staðið hefur frá byrjun júní. Ókeypis verður á öll verkin á A! 

Nánari upplýsingar veita Guðrún Þórsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson, Jón Páll Eyjólfsson og Hlynur Hallsson.

listak.is


Tónleikar í Sal Myndlistarfélagsins

11053425_907448759328128_1400272629388009308_o

Verkið Brothætt er samið í kringum Flísafóninn sem ég bjó til ásamt pabba mínum Emil Valgarðsyni í sumar. Flísafónn er þriggja áttunda ásláttarhljómborð úr gólf-flísum. 
Stórvinur minn Þorvaldur Örn Davíðsson sem er nýútskrifað tónskáld úr LHÍ samdi þrjú þemu sérstaklega fyrir flísafón sem að ég nota í verkinu. Ásamt flísafóninum mun ég notast við lifandi bakgrunnshljóð, allskonar slagverkshljóðfæri ofl.

Húsið opnar klukkan 20:00 en tónleikarnir hefjast 20:30. Salur Myndlistarfélagsins er til húsa í Listagilinu, Kaupvangsstræti 10. 

Fríkeypis inn! 

Tónleikarnir eru í boði skapandi sumarstarfa Akureyrarbæjar.

https://www.facebook.com/events/865079116901297


30 myndlistarmenn sýna á haustsýningu Listasafnsins á Akureyri

large_stefanboulter.aron.s

Í mars síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í haustsýningu safnsins sem stendur yfir dagana 29. ágúst - 18. október 2015. Forsenda umsóknar var að listamenn búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. Alls bárust hátt í 90 umsóknir og sérstaklega skipuð dómnefnd valdi 30 listamenn og verk á sýninguna. Dómnefndina skipuðu Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona, Alice Liu myndlistarkona og rekstraraðili gestavinnustofanna Listhúss á Ólafsfirði, Arndís Bergsdóttir hönnuður og doktorsnemi í safnafræði, Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og Ólöf Sigurðardóttir forstöðukona Hafnarborgar menningar– og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar.

Listamennirnir sem taka þátt í haustsýningunni vinna með ólíka miðla og aðferðir, hér gefur að líta málverk, innsetningar, vídeóverk, leirverk, skúlptúra, ljósmyndir, skjáverk, textílverk, teikningar og bókverk. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Arna Guðný Valsdóttir, Arnar Ómarsson, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Björg Eiríksdóttir, Eiríkur Arnar Magnússon, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðrún Þórisdóttir, Gunnhildur Helgadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Heiðdís Hólm, Hekla Björt Helgadóttir, Joris Rademaker, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Klængur Gunnarsson, Marina Rees, Ragnheiður Þórsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Rósa Júlíusdóttir, Sam Rees, Stefán Boulter, Unnur Óttarsdóttir, Victor Ocares, Þórarinn Blöndal, Þórgunnur Oddsdóttir, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðu lífi. Haustsýning Listasafnsins á Akureyri verður tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin opnar á Akureyrarvöku laugardaginn 29. ágúst kl. 15 og stendur til sunnudagsins 18. október 2015. Sýningin er hluti af Listasumri 2015.

www.listak.is


Jónína Björg Helgadóttir sýnir í Útibúinu

11888034_648773625257083_5996134223388140393_n

Jónína Björg Helgadóttir sýnir minni útgáfuna af stuttri ferð um lítinn hluta af heiminum, á sýningunni Knænska í Gallerí Ískáp, Útibúinu. Sýningin opnar kl. 14 laugardaginn 22. ágúst og er opin til kl. 17. Aðeins opið þennan eina dag! Útibúið verður staðsett í Listagilinu, fyrir utan Kaktus. Sýningin er hluti af Listasumar á Akureyri 2015

Jónína Björg útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri síðastliðið vor. Hún er einn af stofnendum og umsjónarmönnum lista- og menningarýmisins Kaktus og hefur í sumar, auk þess að vinna að eigin listsköpun, staðið að verkefninu RÓT sem fór fram í Ketilhúsinu í júní og júlí. 

www.joninabjorg.com

https://www.facebook.com/events/1453995244909827


Bloggfærslur 18. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband