Mireya Samper opnar sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri

large_ar2o7713.jpg

Laugardaginn 13. júní kl. 15 opnar Mireya Samper sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri. Sýninginendurspeglar ferli og áhrif sem Mireya hefur unnið með og upplifað, bæði á Íslandi og í Japan, undanfarin misseri. Fjallað er um innri og ytri kosmós, óendanleikann, eilífðina, endurtekninguna og hringrásina – innri og ytri hringrás. Nánari upplýsingar um verk Mireyu má finna á heimasíðu hennar http://mireya.is

Á sýningunni er að finna innsetningu, tví- og þrívíð verk eftir Mireyu ásamt verkum eftir japönsku gestalistamennina Tomoo Nagaii sem samdi hljóðverk með innsetningunni, og vídeó verk eftir Higuma Haruo unnið uppúr samvinnu hans og Mireyu með sömu innsetningu. Innsetningin er einskonar „íhugunarrými“ – gestum sýningarinnar býðst að fara inn í rýmið, setjast eða leggjast og gefst þar tækifæri til íhugunar. Þá er einnig japanska gjörningalistakonan Kana Nakamura þátttakandi í sýningunni.

Sýningarskrá kemur út í tilefni sýningarinnar.

Mitsuko Shino, sendiherra Japans á Íslandi mun opna sýninguna og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri flytur ávarp.

Sýningin stendur til 16. ágúst og er opin þriðjudaga til sunnudaga  kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

 

Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri

https://www.facebook.com/events/833784080043937

https://twitter.com/AkureyriArt

http://instagram.com/listak.is


Smother nature einkasýning Susan Mabin í Listhúsi, Ólafsfirði

716919_orig

Opnun: 15 júní 2015 | 15:00-17:00

Sýningartímar: 18-21 júní 2015 | 16:00-18:00

Aðrir tímar eftir samkomulagi

Staður: Listhús Gallerý |Ægistgata 10, 625 Ólafsfjörður, Ísland | www.listhus.com

Um sýninguna:

Eftir að hafa ferðast þvert um heiminn frá Nýja-Sjálandi er hún komin til þess að vera í Ólafsfirði næstu 2 mánuði. Susan Mabin gat ekki komið hennar venjulegu þungu skúlptúra með sér. Barnaleg hugsun hennar um að það væri ekki mikið rusl hérna á norður ströndum var ekki rétt og hún fann sér efni til að vinna með. Þegar Mabin vann með þessi efni voru litirnir, áferð og lögun það sem heillaði hana en andstæðurnar í efnunum enduðu á því að hafa efni úr umhverfinu sem snerta ruslavandamálið sem mennirnir eru að búa til.

Um Susan Mabin

Susan Mabin hefur verið að sýna list sína í samsýningum, einkasýningum og völdum sýningum í Nýja-Sjálandi frá árinu 2001, auk þess var hún að ala upp fjóra syni sína og vinna í heilsubransanum. Frá árinu 2001 hefur Susan getað einbeitt sér meira að listinni og hún kláraði BA í sjónlistum og hönnun við Ideaschool, EIT í Taradale í Nýja-Sjálandi og var hún verðlaunuð fyrir að vera fremst meðal sjónlistar nemenda 2014. Listhúsið í Ólafsfirði er fyrsta alþjóðlega getstalistamannastofan sem hún dvelur í.


Bloggfærslur 9. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband