RÓT opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

R%C3%B3t1_prent-300x450

Laugardaginn 20. júní kl. 15 verður opnuð sýningin RÓT í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Hvað gerist þegar hópur skapandi einstaklinga kemur saman til að vinna að sameiginlegri hugmynd? Ómögulegt er að sjá það fyrir, en niðurstaðan verður áhugaverð. RÓT varð til einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar.

Á sýningunni sameinast listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð verka sem eru þróuð á staðnum með ólíkum áherslum. Verkin eru unnin samdægurs og sýnd. Hver dagur hefst á hugflæði þar sem allar hugmyndir eru viðraðar þangað til rótin, sem allir geta unnið út frá, er fundin. Þannig þróast sýningin og breytist fyrstu tvær vikur verkefnisins og í aðrar tvær vikur verða þau til sýnis. Allt ferlið er opið gestum og gangandi.

Vinnudagar sýningarinnar eru þriðjudagarnir 23. júní og 30. júní, fimmtudagarnir 25. júní og 2. júlí og laugardagarnir 20. júní, 27. júní og 4. júlí. Að þeim dögum loknum verður sýningin opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 10-17. RÓT stendur til 19. júlí.

https://www.facebook.com/events/1609331642649124

http://www.listak.is
https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
https://twitter.com/AkureyriArt
http://instagram.com/listak.is


Atli Tómasson opnar í Útibúinu

11393438_623948287739617_1034544563532175994_o

Laugardaginn 20. júní kl. 14:00 opnar sýningin Brotnar Myndir eftir Atla Tómasson í Útibúinu. Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna! Sýningin er hluti af Listasumar á Akureyri 2015

Á sýningunni verða ljósmyndir sem eru grafnar í íslenskt fjörugrjót, ljósmyndirnar eru teknar eftir fyrsta ferðalag listamannsins á Snæfellsnesi.

Atli Tómasson er fagurlistnemi í Myndlistaskólanum á Akureyri og er að byrja á öðru ári. Atli er útskrifaður úr Menntaskólanum á Tröllaskaga á fagurlistabraut og listljósmyndabraut. Hann hefur tekið þátt í samsýningum á Norðurlandi og ljósmyndasýningu í Bandaríkjunum. Einnig hefur hann haldið þrjár einkasýningar á Ólafsfirði og Siglufirði. Verk Atla má sjá á heimasíðu hans www.atlitomasson.com

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, netfang heiddis.holm (hjá) gmail.com eða í síma 848-2770.

https://www.facebook.com/events/400145896838845


<<>>

Exhibition opening! Broken Images by Atli Tómasson opens on saturday, june 20th at 14:00 in Útibúið/The Branch, somewhere in the Art Street, Akureyri.

Atli will be exhibiting photographs engraved in stones found on an icelandic beach. The images were captured during the artists first trip to Snæfellsnes.

Atli Tómasson is a 2nd year student in Akureyri School of Visual Art. He graduated from MTR, upper-secondary school after studying fine arts and art photography. Atli has had three solo shows in Ólafsfjörður and Siglufjörður
and participated in group shows in North Iceland and a photography show in the US. For further information on the artist and works, see homepage www.atlitomasson.com


Bloggfærslur 16. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband