Umsóknarfrestur um þátttöku í Haustsýningu til 27. apríl

large_gilid

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 29. ágúst - 18. október 2015. Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl næstkomandi

Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða enn góðu lífi. Haustsýning Listasafnsins á Akureyri verður tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. 

Sérstakt eyðublað má finna hér að neðan.

  • Eyðublaðið er einungis rafrænt og þarf ekki að prenta út. Umsækjandi fyllir út grunnupplýsingar um sjálfan sig og hleður upp 1-3 myndum sem dómnefndin mun fjalla um. Mikilvægt er að myndirnar séu í góðri upplausn sem seinna má nýta í prentaða sýningarskrá og annað kynningarefni. Stærðin er um það bil 150x100 mm ( 1.772x1329 pixlar) og 300 pt. 
  • Stuttur texti skal fylgja þar sem listamaðurinn fjallar um verkin og sýn hans á listina. Umsækjandi hleður textanum upp sem Word skjali með hnappnum „Almennt um verkin“.
  • Sérstakar upplýsingar um verkin eru færðar inn: ártal, stærð, tækni og nafn ásamt stuttum texta um verkin til útskýringar.
  • Mynd af listamanninum sem verður nýtt í sýningarskrá og annað kynningarefni. Myndin þarf að vera í 300 pt. upplausn.
  • Að síðustu þarf að fylgja örstutt ferilskrá á bilinu 60-80 orð.

Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað.


Myndlist, gjörningar og tónlist í Kaktus

11007728_10152899529574423_6470541074120348633_n

Laugardaginn 18. apríl 2015 kl. 20

Tónleikar - Vídeóverk - Myndlist - Gjörningar - Danspartý

með:
Antimony - Ice-cold mall goth synthpop
Kvöl - Lo-fi post-punk powerbömmer
Látún - Most minimal of dark minimal wave 

ásamt:
Ambient lead in set by Inland Shrines
Visual art by Sigurður Angantýsson
Performance by RX Beckett

Frítt inn og allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/895891250454112


Opinn fundur um Listasumar

11058794_10205292634849006_6581632127250079511_n

Þriðjudaginn 14. apríl kl. 17 verður haldinn opinn fundur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um Listasumar 2015. Allir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að mæta. Listasumar fer fram 12. júní - 6. september 2015 og er tilvalinn vettvangur fyrir unga sem aldna listamenn til að koma sér á framfæri. 

Listasumar var umgjörð fyrir listviðburði á Akureyri í tæpa tvo áratugi og verður nú endurvakið með svipuðum áherslum eftir nokkurra ára dvala. Nú þegar eru margir viðburðir komnir á dagskrá og viðbrögð listamanna hafa verið framar vonum. Það er því spennandi Listasumar framundan á Akureyri. 

Verkefnastjóri Listasumars er Guðrún Þórsdóttir og hægt er að sækja um þátttöku á netfangið gunnathors@listak.is.

https://www.facebook.com/events/373013189557096


Bloggfærslur 13. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband