Jonna opnar sýninguna "Strange fruit" í Flóru

10931208_924720657559030_4642865253700270368_n

Jónborg (Jonna) Sigurðardóttir        
Strange fruit
21. febrúar - 13. mars 2015
Opnun laugardaginn 21. febrúar kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/625705467559801

Laugardaginn 21. febrúar kl. 14 opnar Jonna, Jónborg Sigurðardóttir sýninguna “Strange fruit” í Flóru á Akureyri.

Jonna er fædd árið 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995. Myndlist Jonnu spanar vítt svið frá málverki til innsetninga.

Í ár eru 100 ár frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt, og er Strange fruit tilvitnun í það óréttlæti og vanvirðingu sem konur máttu þola. Víða um heim eru konur enn réttindalausar og búa við ofríki karla.
Ég þakka fyrir að vera kona á Íslandi. Til hamingju með 100 ára réttlæti.
Strange fruit eru hekluð verk máluð með akrýllitum hengd á viskastykkjatré með útsaumi.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru fimmtudaga kl. 11-18, föstudaga kl. 11-16 og laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til föstudagsins 13. mars 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í síma 661 0168 og Jónborg Sigurðardóttir í síma 848 8490.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Úlfhildur Dagsdóttir með fyrirlestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

10982307_10203825121165246_1824379019349937354_n

Laugardaginn 21. feb. kl. 20.00 verður Úlfhildur Dagsdóttir með fyrirlestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði undir yfirskriftinni

Vampýrur: kjaftur og klær

 
Í næstum því tvær aldir hefur vampýran notið ódauðlegra vinsælda í skáldskap og kvikmyndum. Ímynd hennar hefur þó tekið miklum breytingum, svo og hugmyndir okkar um vampýrur. Lengi vel var greifinn Drakúla þekktasta vampýran, en skáldsagan um hann kom fyrst út árið 1897. Ég ætla að leggja áherslu á Drakúla og fjalla sérstaklega um hvernig hann hefur birst í kvikmyndum. Sýnd verða brot úr nokkrum þekktum Drakúla-myndum, með áherslu á Nosferatu (1922), Dracula (1931) og Bram Stoker’s Dracula (1992).

mailto:varulfur@centrum.is
garmur.is/varulfur

Fólk er hvatt til að draga fram Vampýruna í sér og mæta í búningi.

Enginn aðgangseyrir, en tekið á móti frjálsum framlögum.  Allir velkomnir.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Fiskbúð Siglufjarðar eru stuðningsaðilar Alþýðuhússins.

Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091


Lárus H. List sýnir í vestursal Listasafnsins á Akureyri

10847686_895270437161466_5370769283481055095_o

Laugardaginn 21. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Lárusar H. List, Álfareiðin. Samskipti manna við álfa og huldufólk eru listamanninum hugleikin á sýningunni. Huldufólk býr í klettum eða steinum og iðkar búskap sinn líkt og mennirnir. Háskalegt er jafnan að styggja álfa en sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís.

Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.

Lárus H. List hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Lárus vinnur aðallega með olíu og akríl á striga en einnig í önnur form eins og ljósmyndir, ritlist, videolist og hljóðlist. Hann hefur einnig samið klassískar tónsmíðar og gefið út skáldsögur.

Sýningin er hluti af röð 8 vikulangra sýninga sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars. Habby Osk, Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson og Thora Karlsdottir hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Jorisar Rademaker, Hreyfing. Sýningaröðinni lýkur með sýningu Arnars Ómarssonar MSSS sem opnar laugardaginn 28. febrúar kl. 15.

https://www.facebook.com/events/775353242531431

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri

https://twitter.com/AkureyriArt

http://instagram.com/listak.is

 


Sara Cuzco í Listasalnum Braga

10993433_603314789770689_8063751107564683878_n

Laugardaginn 21. febrúar opnar Listasalurinn Bragi dyr sýnar frá klukkan 15:00 - 18:00. Undanfarnar vikur hefur Sara Cuzco unnið að spennandi innsetningu þar sem umfjöllunarefnið er meðal annars sjálfsmyndir og hugmyndir okkar um fólk við fyrstu kynni. 

Sara útskrifaðist frá Sjónlistarbraut Myndlistarskólans í Reykjavík vorið 2014 og hún vinnur með ýmsa miðla, til dæmis ljósmyndir og texta. 

Sýningin er einungis opin þennan eina dag og því er um að gera að láta sjá sig. Minnum einnig á sýningu Lárus H List í Listasafnið Á Akureyri sem opnar á sama tíma. Tilvalið að skella sér á menningarrölt á laugardaginn.

https://www.facebook.com/events/751558211618606

Listasalurinn Bragi, Rósenborg, 3. hæð, Skólastígur 2, 600 Akureyri


Bloggfærslur 18. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband