Angela Rawlings með fyrirlestur í Ketilhúsinu

Ketilhusid_frettatilkynning3

Þriðjudaginn 30. september kl. 17 heldur Angela Rawlings fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Wild Slumber for Industrial Ecologists (Villtar svefnfarir iðnaðarvistfræðinga). Þar mun hún meðal annars fjalla um samnefnda sýningu sem nú stendur yfir í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin er árangur af samstarfi myndlistarmanna, rithöfunda og tónlistarmanna sem dvalið hafa í alþjóðlegri gestavinnustofu á Hjalteyri undanfarið. Ásamt Rawlings eru þau Elsa Lefebvre (Frakkland/Belgía), Gústav Geir Bollason (Ísland), Maja Jantar (Belgía) og Philip Vormwald (Frakkland/Þýskaland) þátttakendur í sýningunni. Eitt umfjöllunarefni hennar er iðnaðarvistfræði og rannsóknir á flæði efnis og orku í iðnaðarkerfum. Iðnaðarvistfræðingar rannsaka þróun á sjálfbærum og lokuðum kerfum þar sem úrgangur eins iðnaðar getur verið auðlind annars. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Ketilhúsinu kl. 17 í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal fyrirlesara vetrarins eru Hlynur Helgason listfræðingur, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýningarstjóri og myndlistarmennirnir Aðalsteinn Þórsson, Arna Valsdóttir, Stefán Boulter og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

http://listasafn.akureyri.is

https://www.facebook.com/events/1482605935344754/


Thora Karlsdottir sýnir í Populus tremula

Thora-Karlsdo%CC%81ttir-web

TIMELINE
Thora Karlsdóttir

Laugardaginn 4. október 2014 kl. 14.00 opnar Thora Karlsdottir myndlistasýninguna TIMELINE í Populus tremula. Eins og titillinn gefur til kynna er hér um yfirlitssýningu að ræða.

Thora hefur áður haldið fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum, bæði hérlendis og víða erlendis, m.a. á þessu ári í Þýskalandi, Frakklandi og Luxembourg.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 5. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/721753484564492


Bloggfærslur 29. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband