Akureyrarvaka á vinnustofunum í Portinu!

 

Myndlist, sýningar í Anddyri, Gallerí Ískápur / Gallery Fridge, Geimdósin, og Ferða-Ískáp, útiskúlptúrar, lifandi tónlist og auðvitað opnar vinnustofur!

Endilega komið og kíkið á okkur í Portinu, hér er lífið!
Opið milli 14:00 og 21:00 laugardaginn 30. ágúst!
( Vinnustofurnar í Portinu)

Nánar:
-Samsýning listamanna ber heitið Vaka og er í Anddyrinu
-Heiðdís Hólm er með sýninguna Kannski í Gallerí Ískáp
-Eiríkur Arnar er með sýningu í Geimdósinni
-Karólína Baldvinsdóttir er með sýningu í Ferða-Ískáp
-Úti í Porti munu vera til sýnis skúlptúrar og minjar af RÓT2014
-Í Portinu treður upp hljómsveit, meira kemur í ljós síðar!

https://www.facebook.com/events/272697176259282


ÁLFkonur sýna myndir í gluggum Eymundsson á Akureyrarvöku

10628545_745830162141036_1354948616362501544_n

Ljósmyndasýningin BÖRN

ÁLFkonurnar Agnes, Lilja, Helga Har, Freydís, Helga Heimis, Hrefna H, Kristjana, Guðrún, Elfa, Linda, Ester, Helga G og Díana sýna myndir í gluggum Eymundsson á Akureyrarvöku.

https://www.facebook.com/events/462775330532245


Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Populus tremula

10628216_10152703073813081_8672680277986838397_n

FORMSINS VEGNA – GUNNAR KR.

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00-19.00 (lengur ef þurfa þykir) opnar Gunnar Kr. Jónasson sýninguna Formsins vegna í Populus tremula.

Gunnar er þekktur fyrir afar sterkt formskyn og kraftmikil verk, hvort heldur þau eru tvívíð eða skúlptúrar. Að þessu sinni sýnir hann nýjar akríl- og vatnslitamyndir unnar á pappír.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 31. ágúst kl. 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/269268553274159


Bloggfærslur 29. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband