Arna Valsdóttir - Staðreynd: opnar 30. ágúst í Listasafninu á Akureyri

arna.poster.vefur_1

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst, kl. 15 opnar í Listasafninu á Akureyri sýning Örnu Valsdóttur Staðreynd – Local Fact. Á sýningunni gefur að líta mörg eldri myndbandsverka Örnu ásamt nýju verki sem sérstaklega var unnið af þessu tilefni.

Á opnuninni flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og listamannaspjall verður með Örnu kl. 20. Listasafnið verður opið til kl. 22 vegna Akureyrarvöku.

Í tilefni sýningarinnar kemur út vönduð sýningarskrá hönnuð af Sigríði Snjólaugu Vernharðsdóttur með texta á íslensku og ensku eftir Dr. Hlyn Helgason: „Hlutverk raddarinnar í Staðreyndum 1–4 er sérstakt og áberandi. Það er persónulegt og tengist Örnu sjálfri. Það er hennar rödd sem ómar í sýningarrýminu. Ómurinn er hennar leið til að skrá rýmið og tileinka sér það. Eins og fugl sem helgar sér svæði með kvaki sínu gerir Arna rýmið að sínu með því að raula í því. Í sýningarsalnum ómar lag sem listakonan velur út frá tengingum við liðna viðburði og upplifun sína af svæðinu.“

Sýningin stendur til 12. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/771618509567420

http://listasafn.akureyri.is


Íslenskir listamenn gera ekkert í Danmörku

01

Verkefnið Núll er samstarf tveggja íslenskra, en ólíkra listamanna í Árósum, Danmörku. Hugmyndin um tómarúmið og alheiminn, það sem er ekki og það sem er, dró þau Freyju Reynisdóttur og Arnar Ómarsson saman. Starandi útí himingeiminn var ákveðið að búa til ekkert. Verkefnið dregur upp mynd af óstjórnlegri skilgreiningaráráttu mannsins yfir fimm vikna tímabil sem inniheldur listasmiðjur, samstarf, bókverk og sýningu. Yfirlýst markmið er að búa til ekkert, sem kallar á grundvallar frumspekilega nálgun á hlutinn og orðið. Verkefnið fellir frá alla mótaða skilgreiningu og endurhugsar hugmyndina um hlutinn og orðið.

Fylgist með á whyissomethingratherthannothing.com

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, SÍM, Myndstefi, D.A.K, Institut for (X) og Aarhus Billedkunstcenter, en unnið í samstarfi við Háskóla Árósa og Lodret hönnunarstofu.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum hafðu samband með því að svara þessum pósti.

Bestu kveðjur,
Freyja og Arnar

Bloggfærslur 22. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband