Sykursætur veruleiki í Sal Myndlistarfélagsins

10473618_10203133597395291_6825436042228079986_n

Sykursætur veruleiki.  Myndlistarsýning María Isabel Vargas.
Sérstakur gjörningur verður á opnunarkvöldinu 28. júní kl. 18.00 með Maria Isabel Vargas og Sigrúnu Guðmundsdóttur.
Sýningin er frá 28. júní - 13. júlí 2014 í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangstræti 10, 600 Akureyri.


Sumarsýning GÓMS í Deiglunni 2014 "Tvívirkni / Duality"

gomspenslar_vefur


Sýningin “Tvívirkni” er áframhald af samvinnu GÓMS (Georg Óskar & Margeir Dire Sigurðsson).

Í verkum GÓMS tvíeykisins má glögglega sjá að allar hugmyndir hafa ákveðið mikilvægi. Þær hlaðast saman á einum myndfleti sem endurspeglar andrúmsloft og undirliggjandi samhengi hlutanna. 

Útkoman er aðferðafræði sem kallast “Absorbism” eða “Óbeislað hugmyndaflæði”.

Tilgangur lífsins, Himalaya fjöllin, Pungbartar og Kúlusúkk eru til að mynda í þessum skilningi órjúfanleg heild í leit að ákveðinni tilfinningu og túlkun.

Á sýningunni “Tvívirkni” renna tveir hugarheimar í eitt og við skyggnumst djúpt inní hugarheim þessara dularfullu fígúru sem myndlistamaðurinn og hugmyndasmiðurinn GÓMS er.

Eðli hans er órannsakað og hvatir óþekktar, en eitt getum við gefið okkur, hann er klofinn skrauthundur sem svífst einskis þegar kemur að sköpun.

Við fyrstu kynni af GÓMS er ekki víst að fólk átti sig ekki á því hvað hann er að segja, enda liggur honum margt á hjarta og á það til að tala um það allt saman í einni belg og biðu. En það gerir hann að ásettu ráði, því það er svo margt sem ekki er hægt að koma fullkomlega í orð eða setningu og því bætir hann við leikrænum tilburðum.

Einnig má hann virðast annars hugar, hvatvís og í erfiðleikum með að halda aftur af sér, sem er í vissulega í ákveðnum skilningi rétt, en það er einmitt það sem gæðir verkunum þá dýpt sem þau búa yfir. Allt hleðst saman, ofan á og yfir hvort annað, Þangað til allt sem skiptir raunverulega máli helst hönd í hönd og segir allt sem segja þarf.

GÓMS þekkir sjálfan sig og umhverfið sem hann lifir í. Í hreinskilni sinni setur hann miðju fingurinn upp og segir "Gera meira, blaðra minna"

Þetta er í sjöunda sinn sem þeir félagar vinna saman undir nafninu GÓMS en fyrsta sýningin var árið 2009.
Nánari upplýsingar um GÓMS: http://www.gomsduo.com

https://www.facebook.com/events/682429545166434


RÓT2014 í Gilinu á Akureyri

10474250_1501116310107130_1033559215723041505_n

Vikuna 23. - 29. júní fer fram listaviðburðurinn RÓT2014 í Gilinu á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi viðburður er haldinn og er hann skipulagður af þrem ungum listakonum. Í heila viku mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í Portinu fyrir aftan Listasafnið, og vinna að sameiginlegu verki, einu á dag. Afraksturinn verður svo sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið. Laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júní verður unnið í Populus Tremula í Kaupvangsstræti 10.

Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings.

http://rot-project.com

https://www.facebook.com/2014rot


Bloggfærslur 23. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband