Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Geimdósinni

Kar%C3%B3-295x300

Sumarsýningar Geimdósarinnar í Gilinu halda áfram. Karólína Baldvinsdóttir er næsti geimfari dósarinnar og opnar sýningu þar á morgun, laugardaginn 21. júní, kl. 20. Eins og aðrir dósarar fékk Karólína ljóð eftir Heklu Björt Helgadóttur til að vinna með, en það hljóðar svo:

Árabátur Pípuhattur

Á meðan ég var í burtu, byggði systir mín þetta hús
og hún fyllti það af kuðungum og alls konar málum
og oft lagði hún kuðung að eyranu…
og nokkrum sinnum á dag, hellti hún nýju kaffi í málin
en ég lét aldrei í mér heyra…
og ég kom aldrei til að hlusta
og ég er alltaf á leiðinni, en þokusál í fjöru
marandi í málinu, með barrnálar í vösum
gjafir rekandi skóga, stungur undir nöglum
og ég óska þess að faðmur minn
boði henni meira, en orðin sem ráku á fjöruna
orð sem ég aldrei sagði
orð sem hún aldrei heyrði
oh…. reikula þokusál
lífstyrða hræða
og systir mín er árabátur, hún leitar mín á sjónum
og ég vildi ég væri stór pípuhattur
sem ver hana frá stormum

Karólína er nýútskrifuð af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri. Þar vann hún m.a. stóra innsetningu með skúlptúr, málverki og camera obscura. Karólína heldur auk þess úti síðu þar sem skoða má verk hennar og vinnu nánar.

Léttar veitingar verða í boði við opnunina og eru allir hjartanlega velkomnir – sérstaklega þeir sem mæta með pípuhatt…

Tekið af akv.is


Anna Elionora Olsen Rosing með gjörning og sýningarlok

10390188_10204015588692850_3996686696309136665_n

Nú er síðasta sýningarhelgi á sýningu Önnu Elionoru Olsen Rosing  "Inuit and Masks" í Hvítspóa Brekkugötu 3a, Akureyri.
Laugardaginn 21. júní verður hún með gjörning á sýningunni í tilefni þess að það er þjóðhátíðardagur Grænlendinga.
Þetta er nýr gjörningur sem hún gerir við tónlist sem bróðir hennar samdi en hann er tónlistarmaður og  myndlistarmaður.
Þess má einnig geta að bróðir Önnu, Georg Olsen mun opna sýningu í Hvítspóa þann 28. júní, Nánar auglýst síðar.

Allir eru velkomnir að sjá þennan gjörning sem hefst kl. 14 þann 21. júní.

Hvítspói
Art Studio & Gallerý
Brekkugata 3a
600 Akureyri
Tel. 4662064 / 8976064


Bloggfærslur 20. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband