Listamannsspjall og sýningarlok í Flóru

10320512_764609846903446_787058974625103517_n

Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Þræðir
22. febrúar - 17. maí 2014
Sýningarspjall fimmtudaginn 15. maí kl. 20-21
Sýningarlok laugardaginn 17. maí
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/758529120866678

Fimmtudagskvöldið 15. maí kl. 20-21 verður Helga Sigríður í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og allir eru velkomnir.

Nú eru einnig síðustu forvöð að sjá sýningu Helgu Sigríður “Þræðir” en hún hefur verið framlengd til 17. maí.

Helga Sigríður er fædd á Akureyri árið 1975. Hún útskrifaðist úr VMA af myndlista- og handíðabraut og er með diploma í myndlist frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Helga hefur tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélagsins og haldið nokkrar einkasýningar og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning.
Á sýningunni gefur að líta málverk sem Helga Sigríður hefur unnið á þessu ári.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til laugardaga kl. 12-16.
Næsta sýning í Flóru er á verkum Kristínar G. Gunnlaugsdóttur og opnar hún 14. júní.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

14020107-1024x576


Kjólandi í Populus tremula

KJO%CC%81LANDI-web

Laugardaginn 17. maí kl. 14.00 verður opnuð myndlistarsýningin Kjólandi í Populus tremula.

Þar leiða saman kjóla sína listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Þóra Karlsdóttir.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 18. maí frá 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.
ALLIR VELKOMNIR.

Myndlistakonurnar fjórar hafa unnið saman í listum áður og  eftir að hafa fengið inni í Populus Tremula var ákveðið að viðfangsefni sýningarinnar yrði unnið út frá einu orði. Orðið KJÓLANDI varð fyrir valinu og þær spinna sýninguna út frá því með möguleika rýmisins að leiðarljósi.  Þær Brynhildur, Dagrún, Jónborg og Thora vinna á ólíkan hátt í myndlistinni en eru samstíga í bæði hugmyndaferli og í samvinnu í listum. Sýningin KJÓLANDI samanstendur af þrívíðum verkum sem unnin eru í ólík efni og aðferðir með það í huga að sýningargestir geti mátað sig við verkin og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Um verkin á sýningunni KJÓLANDI:

Brynhildur: „ Svífið hvítu álftir. Fljúgið hátt í mínum kjól. Hér eru hjörtu sem af hamingju sá“.
Dagrún: „Kom fagnandi kjólandi og far dansandi brosandi út lífið“.
Thora: „Kjólandi hversu margir sem þér eruð, fyrirgefandi, hylur og skilur hvaða ástand sem er“.
Jónborg Sigurðardóttir : „Kjóll er kjóll og ekkert annað, endurvinnslukjóll“.


Bloggfærslur 12. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband