Kattastrófískt kynlíf í Geimdósinni

10150785_10152264858327418_510031752_n

Kattastrófískt kynlíf


óskiljanleg, skolast orð á votan sand.
Köttur ugla band
ó, hve ég þrái þig… var það það sem þú sagðir?
Með ljúfum strokum, flötum lófa, upp og niður nakinn fótlegg
hljóma eins og öldugangur, salttungufreyðandi
á fjöruborði
skilja eftir sollna fiska, leðurlíkishreistraða,
á náttborði
Undir sandinum ýlfra stríðsuglur: brjótið allar reglur!
Og ég spyr þig hvað þér finnist um vatnið á milli okkar.
Þú bleytir með því fingurna og leggur yfir augun, salt í kúlum, þekja hörund og þú heyrir mig hvísla undir glerungnum:
vanheil… get ekki meir…
og uglurnar skrifa okkur skýringu, eins og úr orðabók, því þær kunna reglur:

Vanheil
Lýsingarorð
Merking: Vönuð af heilindum, sökum
ofgnótt hugsana.
Þú hugsar, þess vegna ertu… að finna til.
Ráðlegging: Vogaðu þér að snerta eins
og Decartés, hann handlék gimsteina
með skítugum fingrum.

Og ég æpi á þær undir sandinum: Neih! Ekki meir! Blekkingar er aldrei hægt að snerta.

… þá sendirðu köttinn undir teppið. Beint í stríðið. Og við brjótum allar reglur.

- Hekla Björt Helgadóttir 2012.
_____________________________________________

Geimfarinn Freyja Reynisdóttir vinnur út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur og saman leiða þær ketti sína að fjöru. Úr verður innsetning í Dós; málverk, skúlptúr, texti & teikningar.
Í boði verða þungar veitingar og mannbjóðandi kisukex sem segir sex.

Freyja er og verður allskonar einstaklingur, síbreytilegur. http://www.freyjareynisdottir.com

Verið velkomin!
_____________________________________________________

GEIMDÓSIN, Kaupangsstræti 12. Listasafnshúsið / gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.

event síðan á facebook: https://www.facebook.com/events/303754863112080/

https://www.facebook.com/geimdosin


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Berlín

IMG_20140318_215149-300x269

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, bæjarlistarmaður Akureyrar, verður með sýningu í Immanuelkirchstraße 21, Prenzlauer Berg í Berlín, föstudaginn 21. mars kl. 20. Sýningin verður í rými tengdum bar, en þar eru reglulega haldnar sýningar og menningartengdir viðburðir. Á sýningunni verða sýnd olíumálverk af andlitum. Pálína hefur dvalið í Berlín í vetur og er sýningin lítið sýnishorn af því sem hún hefur unnið á þeim tíma.


Bloggfærslur 20. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband