Þórgnýr Inguson sýnir í Gallerí Ískáp

1959853_411753445625770_1340424229_n

Þórgnýr Inguson, kvimyndagerðar og tónlistarmaður segir þetta um verk sitt DIO 777: ''verkið þarf engar frekari útskýringar''.

Opnun laugardaginn 1. mars 2014 kl. 14.

Gallerí Ískápur, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri (gengið inn úr portin bak við Listasafnið)

https://www.facebook.com/events/523934637724456

https://www.facebook.com/galleryfridge


"Fyrir og eftir ullarsokk" í Geimdósinni

1922357_437159883054000_728294065_n

Jæja... jæja... er ekki kominn tími á okkur?
-Jú... svo segja þeir...
-Og hvurnig skal þá matreiða úr þessu?
-Það veit fjandinn... þó ekki með reglustriku?
- Varla... og þó... hún er brúkleg...
-Við vorum eitthvað að ræða þúsundfjallasósu... eða hvað hún nú heitir...?
-Þúsund eyjur?
-Ég sá einu sinni þúsund hesta
-Heyrðu... við möllum þetta kannski með arómati? Ég á bauk...
-já þarna komstu með eitthvað vitiborið
-Ég dassa eilitlu arómati og svo höfum vér ullarsokk, mín kæra vina...
-Já... fyrir og eftir... og hafðu hann í framsætinu! alveg hreint í framsætinu...með beltin spennt.


Þetta er aðeins brot... brot af því besta...
og það er einmitt það sem Geimdósin hefur í boðinu...
Á laugardaginn verður myndlistaropnun í Dósinni hjá hinum góðkunna fjöllistamanni og plötuþeyti Arnari Ara Lúðvíkssyni. Ber hún nafnið: Fyrir og eftir ullarsokk...
Á sýningunni sem er ærin blanda, vinnur Arnar með sjálfan sig í þremur þáttum:
Sig í fortíðinni...
Sig í núinu...
Sig í framtíðinni...

Sig sem ullarsokk... og veröldina alla sem ullarsokk....

endilega komið við í portinu og lítið á
uppskeru ullarsokks í dós...
við minnum einnig á opnar vinnustofur og sýningar í ísskáp og forstofu...
yndislegt

Geimdósin er í Kaupvangsstræti 12 á Akureyri, gengið inn í portinu bak við Listasafnið

https://www.facebook.com/events/593778957357715/

Geimdósin á facebook


"Nú er það svart" í vinnustofum í Listagilinu

1656022_633043436767862_1336467986_n

Á laugardaginn verða opnar vinnustofur í Portinu!
Í anddyrinu verður samsýningin "Nú er það svart" en einnig verða opnanir í Gallerí ískáp og Geimdósinni...
Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og njóta lista og menningar, sem að sjálfsögðu verður í boði grasrótarinnar í Gilinu...

Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til

https://www.facebook.com/events/787638804597688


Bloggfærslur 28. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband