Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Árósum

1655936_10203115959958339_167784717_n

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna "Án Umhugsunar" á Institut for (X) í Árósum, Danmörku. Hún hefur dvalið þar síðastliðnar tvær vikur og unnið að mörgum minni verkum sem fjalla um sjálfsmyndina og hvernig óstjórnleg þörf til að skapa endurspeglar sjálfið. Verkin eru unnin úr fundnu efni m.a. plast, pappír, tré, járn, spottar og margt fleira. Aðalheiður talar um að í þessum verkum hugsi hún með höndunum. Sköpunargleðin tekur völdin og útkoman er óskilgreindur afrakstur hrárrar sköpunar. Hún hverfur aftur til óttalausra hugmynda barnsins á sama tíma og yfirvegaða og reynsluríka listakonan skín í gegnum verkin.



Fyrir frekari upplýsingar um sýninguna eða Institut for (X) hafið samband við arnar@freyjulundur.is eða í síma +45 51931842


Sigurður Pétur Högnason opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

lofgjor

Sigurður Pétur Högnason listmálari opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu, laugardaginn 1. mars kl. 15.

Sýningin kallast KÆR LEIKUR sem er tilvísun í leik að litum og formum í málverkunum. Einnig segir Sigurður Pétur að listin hafi byrjað sem kærkominn leikur hjá sér og síðan varð ekki aftur snúið. Sigurður Pétur hefur alla tíð haft mikinn áhuga á myndlist, tónlist, ljósmyndun og hverskonar sköpun. Það varð til þess að hann sótti nám í Myndlistarskóla Arnar Inga og við Myndlistarskólann á Akureyri á árunum 1997-1999. Hann vinnur við listmálun á vinnustofu sinni í Njálshúsi í Hrísey, en Þar er Sigurður Pétur með gallerí þar sem hann sýnir málverkin sín.
 
Sýning Sigurðar Péturs KÆR LEIKUR í Mjólkurbúðinni stendur til 9.mars.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eru allir velkomnir.

author_icon_22133

Sigurður Pétur s.8481377
Mjólkurbúðin er á facebook - vertu vinur :)
https://www.facebook.com/groups/289504904444621


Bloggfærslur 27. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband