Ingibjörg Berglind sýnir í Mjólkurbúðinni

10676225_10152455868447231_5191588756708246683_n

Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir opnar sýninguna HUG-SJÓN í Mjólkurbúðinni í listagili, laugardaginn 6. desember kl. 14.

Ingibjörg er grafískur hönnuður og útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2014.

Sýningin HUG-SJÓN er fyrsta einkasýning Ingibjargar og hefur að geyma blek og pennateikningar af manneskjum. Þessar manneskjur verða að persónum mjög fljótt í ferlinu, þar sem tilfinningar fá að flæða undan áhrifum hugsana og umhverfis.

Sýningin stendur yfir helgina 6.-7. desember og er opið kl. 12- 17.

Allir velkomnir.


Mjólkurbúðin Listagili s. 8957173


Aflsgjörningur og sýning á Akureyri Backpackers

10641013_10152433490797691_2876148579578062671_n

Ungmennahúsið í samstarfi við Þuríði Önnu Sigurðardóttur efnir til listasýningar á Akureyri Backpackers þann 6. desember frá kl. 13-18. 
Sýningin er okkar liður í þátttöku 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember, er alþjóðlegt og skipulagt af Miðstöð fyrir alþjóðlega forystu kvenna/ Center for Women‘s Global Leadership. Síðustu 23 ár hefur alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi verið tileinkað baráttu og skipulagningu á aðgerðum til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Markmið okkar með sýningunni er að varpa ljósi á bága fjárhagsstöðu Aflsins, sem er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hér á Akureyri. 

Á sýningunni verða videoverk og ljóð til sýnis, listaverk og fatnaður til sölu og vel verður tekið á móti frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur óskertur til Aflsins.

Hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir.

Fyrir ykkur sem sjáið ykkur ekki fært að mæta en viljið leggja ykkar af mörkum þá tekur Aflið á móti frjálsum framlögum ♥

Bankareikningur: 566 -26-2150
Kennitala: 690702-2150

https://www.facebook.com/events/753632301379073


Bloggfærslur 3. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband