Færsluflokkur: Matur og drykkur

Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15

hb_syning.jpg


Herdís Björk Þórðardóttir

Rok

03.01.09 - 06.02.09
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Herdís Björk Þórðardóttir opnar sýninguna “Rok” á Café Karólínu laugardaginn 3. janúar 2009 klukkan 15.

Sýnd verða fimm ný olíumálverk en þetta er fyrsta einkasýning Herdísar Bjarkar.

Herdís lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003 en að auki lauk hún einu ári í grafískri hönnun við sama skóla. Nú stundar hún nám í kennslufræði til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri.

Sýningin stendur til 6. febrúar 2009.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Björk í síma 862 1770 og herdisbjork(hjá)simnet.is og á síðunni www.herdisbjork.wordpress.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.02.09 - 06.03.09    Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag kl. 11-13

ARNA VALSDÓTTIR 

HEIMILISVERK 

21.09. - 14.12.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00 

KUNSTRAUM WOHNRAUM            

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir    

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 • hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.

Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.

Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.

Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net

Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462  3744.

Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum


Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd

asaola

Sýning Ásu Óla ,,Samansafn" verður framlengd til 7. desember í DaLí Gallery, Brekkugötu 9.

DaLí vinnustofa verður opin helgina 13.-14. desember kl.14-17 og verða dalíurnar á staðnum.
Á vinnustofunni má sjá verk eftir Dagrúnu Matthíasdóttur, Sigurlín M. Grétarsdóttur-Línu, Ingu Björk Harðardóttur og Hrafnhildi Ýr Vilbertsdóttur - Krummu.
Svo má líta við í kreppuhillunni svokölluðu þar sem hægt er að fá myndlist á sanngjörnu verði.

Heitt á könnunni og allir velkomnir


Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14

jona_bergdal.jpg

Jóna Bergdal Jakobsdóttir

Vatnslitaflæði

06.12.08 - 02.01.09    

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Jóna Bergdal Jakobsdóttir opnar sýninguna "Vatnslitaflæði" á Café Karólínu laugardaginn 6. desember 2008 klukkan 14.

Sýnd verða fimmtán verk sem unnin eru með vatnslitum og ýmis konar tækni.  Sýningin er í anda aðventunnar þar sem hún samanstendur af alheimsenglum og aðventulitadans.  Þetta er tíunda einkasýning Jónu en einnig stendur nú yfir sýning á verkum hennar í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar.

Jóna er fædd á Syðri Tjörnum í Eyjafirði 1953. Ólst upp á Pétursborg í Glæsibæjarhreppi. Jóna fluttist til Akureyrar árið 1970. Hún hefur frá unga aldri haft áhuga á myndlist. Jóna hefur mikinn áhuga á ferðalögum og útivist og endurspeglast það í verkum hennar þar sem íslensk náttúra er oft sýnileg.

Menntun:
2003            Myndlistarskólinn á Akureyri, fagurlistadeild, diploma
2000            Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1996-1998    Myndlistarskólinn á Akureyri, ýmis námskeið
1993-1995    Myndlistarskóli Arnar Inga

Sýningin stendur til 2. janúar 2009.


Nánari upplýsingar veitir Jóna í síma 862 1053 og jbergdal@simnet.is

Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.02.09 - 06.03.09    Arnar Sigurðsson
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi

Hádegisopnun
Gallerý Ráðhús
Geislagötu 9
600 Akureyri

Fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 12.15 opnar Hanna Hlíf sýninguna MUNSTUR í gallerý Ráðhúsi. Sýningin samanstendur af fjórum verkum þar sem Hanna Hlíf vinnur með útsaum. Hanna Hlíf vinnur gjarnan með gamalt handverk í verkum sínum og blandar saman á áhugaverðan hátt myndlist og handverki. Færir hún hið gamla í nýjan búning og endurskoðar handbragð fyrri tíma.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um og lauk Myndlistarskólanum á Akureyri 2006.   Hefur hún haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Hún stofnaði til að mynda galleríBOX ásamt öðrum árið 2005 og rak það til 2007.  Auk þess hefur hún hannað ýmsar verslanir og starfar sem innkaupastjóri Rexín á Akureyri.
 
Sýningarsalurinn er staðsettur í Ráðhúsinu á Akureyri, eins og nafnið gefur til kynna, og er dags daglega fundarsalur bæjarstjórnar Akureyrar. Þetta er ekki venjulegt gallerý, heldur vinnustaður sem fær með þessu sérstakt viðbótarhlutverk. Hægt er að fara á sýninguna alla virka daga frá 8:00-17:00 á meðan ekki eru lokaðir fundir. Sýningin stendur til 1. maí 2009.


Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Léttar veitingar í boði á opnun
Allir velkomnir


Þorsteinn Gíslason opnar sýningu á Café Karólínu

img_0525.jpg

Þorsteinn Gíslason

Virði - Wort

01.11.08 - 05.12.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu laugardaginn 1. nóvember 2008 klukkan 14.

Um verkið: Verkið ”Virði” er klisjuverk. Leiðinlegt og óspennandi en í leiðinlegheitum sínum spyr það okkur um mikilvægi hlutanna. Hvað má glatast? Hvað ekki?

Um listamanninn: Þorsteinn Gíslason, Steini, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hann er annar eigandi gallerís Víð8ttu601.

Sýningin stendur til 5. desember 2008.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í steini66@nett.is og í síma 846 1314

Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Opið hús í GalleríBOXi

galleribox_707898.jpg Laugardaginn 25. október klukkan 14-17 verður heitt á könnunni og opið hús fyrir alla í GalleríBOXi í Gilinu á Akureyri.

Það er engin sýning í gangi þessa helgina en tilvalið að líta á húsakynnin næstum tóm og fá sér kaffi og ræða málin.

Myndlistarfélagið


Joris Rademaker sýnir verk á Kartöfluþingi AkureyrarAkademíunnar

fc_potatoesInGroup

Jarðepli í íslenskri menningu í 250 ár 
– afmælismálþing um ræktun og neyslu kartaflna


Laugardaginn 13. September nk. stendur AkureyrarAkademían fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri.
Málþingið var styrkt af Menningarráði Eyþings og er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð með erindum, uppákomum, veisluhaldi og dansi - fræðandi og nærandi. Þau sem að þinginu koma eru þau Hildur Hákonardóttir, myndlistakona og rithöfundur, og Bergvin Jóhannsson, formaður Samtaka kartöfluræktenda, Anna Richardsdóttir, dansari, Brynhildur Þórarinsdóttir hjá Neytendasamtökunum, Björn Teitsson, sagnfræðingur, Joris Rademaker, myndlistamaður, Guðrún H. Bjarnadóttir, vefnaðarkona, Sigríður Bergvinsdóttir, verkefnisstjóri Kartöfluárs, Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur, Helgi Þórsson, listamaður og umhverfisfræðingur, Friðrik Vagn Karlsson, matreiðslumeistari. Páll Björnsson stýrir umræðum. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðrik V töfra fram kartöflutertur og kartöflurétti og Helgi og hljóðfæraleikararnir sjá um tónlistarveislu um kvöldið.
Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Garðyrkjufólki, fræðifólki, bændum, heimaræktendum og áhugafólki um ræktun, neyslu og matarmenningu sérstaklega bent á að sækja þingið sem haldið er í húsakynnum Akademíunnar í Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Þingið hefst klukkan 13 á laugardaginn og stendur fram eftir kvöldi. Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir á www.akureyrarakademian.is.
(Kristín Þóra Kjartansdóttir  6610168)



Dagskrá málþingsins

13:00 Setning þingsins: Kristín Þóra Kjartansdóttir
Fundarstjóri: Páll Björnsson


13:15-14:45:  Jarðepli festa rætur í íslenskri menningu
-    Hildur Hákonardóttir, myndlista- og garðyrkjukona: “Saga kartöflunnar í alþjóðlegu samhengi: Hvernig kartöflurnar bárust milli landa og heimsálfa."
-    Björn Teitsson, sagnfræðingur, og Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur: “Kartöfluræktun í Búðargili og almennt á landinu á 19. öld.”
-    Bergvin Jóhannsson, bóndi og Sigríður Bergvinsdóttir, verkefnisstjóri kartöfluárs: “Stórræktun kartaflna: Þróunin síðustu hálfa öld útfrá sjónarhorni eyfirsks bónda.”


14:45-16:00: Kaffiveitingar og uppákomur: kartöflutertur og kaffi, kartöfluupptaka, listgjörningur, kartöflusýning. Atriði á vegum Friðriks V, Önnu Richardsdóttur, Jorisar Rademaker, Guðrúnar H. Bjarnadóttur (Höddu), Helga Þórssonar og Jóhanns Thorarensen.


16:00-17:00:  Jarðepli í íslenskri matargerð: Neysla og nýting kartaflna
-    Brynhildur Pétursdóttir, Neytendasamtökunum: "Barátta fyrir betri kartöflum."
-    Friðrik Valur Karlsson, matreiðslumeistari: “Staðbundin matarmenning og kartöflukúnstir í matargerð.”


17:00-17:45:  Umræður og samantekt


17:45-19:00:  Matarveisla: Kartöfluréttir frá Veitingastaðnum Friðrik V
Hlé
21:00-23:00 Tónlistarveisla til heiðurs kartöflum: Helgi og hljóðfæraleikararnir


Lína opnar sýninguna "Tilbrigði - Variation" á Café Karólínu laugardaginn 6. september 2008 klukkan 17

lina.jpg


Sigurlín M. Grétarsdóttir

Tilbrigði - Variation 

06.09.08 - 03.10.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) opnar sýninguna "Tilbrigði - Variation" á Café Karólínu laugardaginn 6. september 2008 klukkan 17.

Lína notar blandaða tækni í verkunum, aðferð sem hún hefur verið að þróa í rúm 2 ár. Í verkunum á sýningunni á Café Karólínu notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.

Sigurlín M. Grétarsdóttir (Lína) stundaði nám við Iðnskólann í Hafnarfirði í 3 ár, á hönnunarbraut og útskrifaðist sem tækniteiknari. Hún útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2007 eftir fjögurra ára nám þar. Hún er nú í Háskólanum á Akureyri í kennsluréttindanámi. Þessi sýning er 5. einkasýningin hennar en hún hefur tekið þátt í nokkrum af samsýningum.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 3. október 2008.

Nánari upplýsingar veitir Lína í lina(hjá)nett.is og í síma 8697872
Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hún sýnir á Café Karólínu.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

04.10.08 - 31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08 - 05.12.08    Þorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir


Anna Gunnarsdóttir opnar sýningu í Ketilhúsinu

„Dulmögn djúpsins”
Velkomin á opnun sýningar minnar í Ketilhúsinu 30. ágúst kl. 16:00
Sýningin stendur til 22. september 2008
Léttar veitingar í boði.

Anna Gunnarsdóttir

 

Talið er að upphaf lífsins hafi verið í sjónum. Botn hafsins hefur margt að geyma
þar sem enginn hefur komið og aðeins ímyndunaraflið ræður för.
Líkt og í sál mannsins er þar ýmislegt okkur dulið.
Síðan ég var lítil stelpa að leika mér í fjörunni hefur mig alltaf langað til þess að
kanna dulda heima djúpsins og margbreytilegum formum hinna ýmsu dýra.
Þetta er mín sýn á djúpi hafsins og dulmögnun þess.


Anna Gunnarsdóttir lærði textíl hönnun í
Bandaríkjunum, Danmörku og á Íslandi. Hún hefur
aðallega fengist við vinnslu á þæfðri ull og textíl. Hún
blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með
þessum miðlum.
Hún hefur að baki fjölmargar sýningar, þar á meðal yfir
um 38 samsýningar og hefur hlotið fjölda verðlauna og
viðurkenningar fyrir verk sín.
Hún er annar eigandi gallerí “Svartfugl og Hvítspóa” í miðbæ Akureyrar.
Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband