Sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur “Réttardagur 50 sýninga röð” í Kunstraum Wohnraum að ljúka

hugi_alla.jpg

 

AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR

RÉTTARDAGUR 50. SÝNINGA RÖÐ

04.10. - 06.12.2009

 

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM                          

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir           

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

 

Sunnudaginn 6. desember 2009 lýkur sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur Réttardagur 50 sýninga röð” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Sýningin er svipmynd af fjölskyldu, sláturgerð og vangaveltur um líðandi stund.

Fyrir rúmu ári lagði Aðalheiður af stað með verkefni sem nefnist "Réttardagur 50 sýninga röð". Settar verða upp 50 ólíkar sýningar víða um heim, á tímabilinu júní 2008 til júní 2013. Sýningarnar fjalla allar á einn eða annan hátt um þá menningu sem skapast um og frá sauðkindinni.

Myndir af verkum Aðalheiðar og upplýsingar eru á síðunni www.freyjulundur.is

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 865 5091 og í adalheidur@freyjulundur.is

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna á: http://www.hallsson.de/projects/kunstraum_wohnraum/kunstraum_wohnraum.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband