Karen Dúa með NÝTT SJÓNARHORN í VeggVerki

karennnnnBK

Karen Dúa Kristjánsdóttir sýnir um þessar mundir verkið NÝTT SJÓNARHORN í VeggVerki á Akureyri. Hún segir um þetta verk:

"Verkið er einfalt en krefst þátttöku áhorfandans, það ber aðeins þann tilgang að fá vegfarandann til að staldra við og virða fyrir sér nánasta umhverfi.

Kannski hefðum við öll gott af dálítilli sjálfsskoðun af og til, að líta á hlutina frá öðru sjónarhorni en venjulega og jafnvel klifra upp á þak og sjá hvernig okkar eigin garður lítur út úr fjarlægð.

-Klifraðu upp, ekki vera smeykur því hæðin sýnist meiri en hún raunverulega er."

Hallur Gunnarsson setti Veggverk á fót fyrir rúmu ári síðan. Hallur býr í Vancouver, Kanada en starfar á Akureyri. Sýningarrýmið er á vesturhlið Strandgötu 17 á Akureyri og Jóna Hlíf Halldórsdóttir er sýningarstjóri VeggVerks.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband