Kartöflugeymslan verður listhúsið Festarklettur

olig7a

Óli G. Jóhannsson listmálari hefur fest kaup á gömlu kartöflugeymslunni efst í listagilinu á Akureyri af arkitektastofunni Kollgátu og fær hann húsnæðið afhent í janúar. Hyggst hann opna þar listhús sem hlotið hefur nafnið Festarklettur. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is. Það mun því enn fjölga galleríunum í Gilinu og myndlistin er farin að teygja sig upp að sundlaug. Fyrir eru GalleríBOX, Jónas Viðar Gallery, Populus Tremula, Deiglan, Ketilhúsið, Listasafnið á Akureyri, Myndlistarskólinn á Akureyri og Kaffi Karólína. Auk þess eru fjöldi listamanna með vinnustofur í Gilinu, þar á meðal Óli G. Einnig búa margir myndlistarmenn í Listagilinu enda stutt að fara í vinnuna! 

Í fréttinni á mbl.is kemur einnig fram að Óli G. er að fara að opna einkasýningu í Opera Gallery í New York. Áfram svona Óli! Hér eru nokkrir tenglar:

Heimasíða Óla G.

Óli G. í Listasafninu á Akureyri 

Opera gallery New York


mbl.is Sýnir í New York og kaupir kartöflugeymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Þetta er orðið ansi listilegt listalíf.

Ransu, 9.12.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband