Listmálararnir Kristján Eldjárn og Ragnar Hólm sýna í Deiglunni

35089245_2021855378079435_5146167446847094784_n

Abstrakt

Listmálararnir Kristján Eldjárn og Ragnar Hólm sýna í Deiglunni

Listmálararnir Kristján Eldjárn og Ragnar Hólm leiđa saman hesta sína á samsýningu í Deiglunni á Akureyri helgina 15.-17. júní nk. Báđir sýna ţeir málverk sem eru abstrakt eđa óhlutbundin ađ mestu eđa öllu leyti en Ragnar sýnir ađ auki nokkrar nýjar vatnslitamyndir. Sýningin verđur opnuđ föstudaginn 15. júní kl. 17-19 og er einnig opin laugardaginn 16. júní og ţjóđhátíđardaginn 17. júní frá kl. 14-17 báđa dagana. Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika tónlist af fingrum fram viđ opnun föstudaginn 15. júní.

Glíman viđ hiđ óhlutbundna í málverkinu getur veriđ snúin og allt frá ţví abstrakt málverkiđ kom fyrst fram, og vakti hneykslan margra, hafa efasemdarmenn haldiđ ţví fram ađ abstrakt sé krass sem hvađa barn sem er geti framkallađ á strigann. Ađ halda slíku fram er ekki út í hött og má í ţví samhengi vitna til orđa Pablos Picassos sem sagđi ađ öll börn vćru listamenn en ţađ rjátlađist í flestum tilvikum smám saman af ţeim ţegar ţau yxu úr grasi.

„Ţegar fólk eldist ţá missir ţađ gjarnan óbeislađan sköpunarkraftinn og sker á tengslin viđ listamanninn í sjálfu sér,“ segir Kristján Eldjárn. „Listmálarinn ţarf ţví ađ gefa sjálfum sér lausan tauminn og láta ímyndunarafliđ taka völdin svo abstrakt málverkiđ verđi einlćgt og standi fyrir sínu sem listaverk. „Allt sem viđ getum ímyndađ okkur er raunverulegt,“ er einnig haft eftir Picasso og ţađ rammar e.t.v. inn hugmyndina um hiđ óhlutbundna.“

Kristján Eldjárn og Ragnar Hólm hafa fengist viđ myndlistina af fullum ţunga síđustu árin og haldiđ fjölda einkasýninga, auk ţess ađ taka ţátt í samsýningum. Kristján hefur alla sína tíđ einbeitt sér ađ óhlutbundnu málverki en Ragnar er líklega kunnastur fyrir vatnslitamyndir sínar.

„Vatnslitirnir eru kapituli út af fyrir sig en ţađ er líka mjög verđugt ađ glíma viđ abstrakt málverkiđ,“ segir Ragnar Hólm. „Ég hef stundum haft abstrakt myndir međ á sýningum mínum og alltaf fengiđ góđ viđbrögđ ţótt yfirleitt sé ţađ ekki sami hópurinn sem kann ađ meta akvarellurnar og abstraktiđ. Undanfariđ hef ég veriđ ađ rýna í amerískan abstrakt expressjónisma, til dćmis verk eftir Perle Fine, Richerd Diebencorn, Carolyn Weir, Willem de Kooning og fleiri, og reynt ađ átta mig á ţví hvers vegna verkin ţeirra ganga upp, ná ađ heilla. Ţetta er ađ mörgu leyti mun meiri hausverkur og allt ţyngra í vöfum en ţegar unniđ er međ vatnsliti.“

Sýningin í Deiglunni á Akureyri verđur sem áđur segir opnuđ föstudaginn 15. júní kl. 17-19 og verđur einnig opin laugardaginn 16. júní og ţjóđhátíđardaginn 17. júní, báđa daga frá kl. 14-17.

Nánari upplýsingar veita Kristján Eldjárn í síma 863 1313 og Ragnar Hólm í síma 867 1000.

www.keldjarn.is

www.ragnarholm.com

https://www.facebook.com/events/184287352231005


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband