Rebekka Kühnis opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

14_Skyggnishlidar1_vers2-450x314

Rebekka Kühnis opnar sýningu á teikningum sínum í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 11.júní kl. 15 – Allir velkomnir

Teikningar Rebekku fjalla um persónulega nálgun hennar á íslensku landslagi. Hún leitast við að ná lagskiptri framsetningu í teikningum sínum og skoðar um leið gagnsæi og tvíræðni í rannsókn sinni á landslaginu þar sem línuleg nálgun leikur aðalhlutverkið. Teikningarnar virðast mjög nákvæmar og við nánari skoðun sést flókin uppbygging umvafin línum og tómarúmi, sem má lýsa með orðum Roni Horn: “In a literal sense, Iceland is not a very stable place. Iceland is always becoming what it will be, and what it will be is not a fixed thing either. So there is Iceland: an act, not an object, a verb, never a noun”.

Rebekka Kühnis er frá Sviss og útskrifaðist frá Hochschule der Künste í Bern árið 2002 með mastersgráðu í Listum og kennslufræðum. Rebekka kom fyrst til Íslands fyrir tuttugu árum og þá vann hún á sveitabæ á suðurlandi. Síðan þá fjölgaði ferðum hennar til landsins og síðasta sumar tók hún þá ákvörðun að flytja til landsins og er nú búsett á Akureyri. Rebekka hefur reglulega haldið listsýningar og er þetta hennar fyrsta einkasýning á Íslandi.


Sýning Rebekku Kühnis er opin:
Laugardag 11.júní kl. 15-18
Sunnudag 12.júní kl. 14-17
 
Fimmtudag 16.júní kl. 15-18
Föstudag 17.júní kl. 14-18
Laugardag 18.júní kl. 14-17
Sunnudag 19.júní kl. 14-17
Allir velkomnir

www.rebekkakuehnis.ch
Contact rkuehnis@gmx.net
+354 780 2779
Mjólkurbúðin s. 8957173
og á facebook https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband