Útskriftarsýning listnámsbrautar VMA í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_vma-15_vefur

Laugardaginn 25. apríl kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnámsbrautar VMA, Fimmtán, opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.  

Á útskriftarsýningunni má sjá fjölbreytt verk; innsetningar, málverk, textílverk, fatahönnun, vídeóverk, húsgagnahönnun og hljóðverk. Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnámsbraut VMA, en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. Jafnframt er sýningin sú fyrsta af þremur þar sem skólabærinn Akureyri er útgangspunktur, en hinar tvær eru Sköpun bernskunnar sem verður opnuð 9. maí og Sjónmennt 2015, sýning útskriftarnema Myndlistaskólans á Akureyri, sem verður opnuð 16. maí.

Útskriftarsýning nemenda listnámsbrautar VMA stendur til 3. maí og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Nemendur verða til umræðu um verkin alla opnunarhelgina, en þeir eru: Anett Ernfelt Andersen, Agnes Ársælsdóttir, Andrea Lind, Axel Flóvent Daðason, Birgitta Líf, Fjóla Berglind Hjaltadóttir, Fjóla Björg, Gréta Jóhannsdóttir, Hreiðar Kristinn, Jóhanna Valgerður Guðmundsdóttir, Kári Hrafn Svavarsson, Nína Kristín Ármanns, Stefán Óli Bessason, Svandís Dögg Stefánsdóttir, Þórey Lísa.

https://www.facebook.com/events/1639188316301659

http://www.listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband