Jonna opnar sýninguna "Strange fruit" í Flóru

10931208_924720657559030_4642865253700270368_n

Jónborg (Jonna) Sigurðardóttir        
Strange fruit
21. febrúar - 13. mars 2015
Opnun laugardaginn 21. febrúar kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/625705467559801

Laugardaginn 21. febrúar kl. 14 opnar Jonna, Jónborg Sigurðardóttir sýninguna “Strange fruit” í Flóru á Akureyri.

Jonna er fædd árið 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995. Myndlist Jonnu spanar vítt svið frá málverki til innsetninga.

Í ár eru 100 ár frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt, og er Strange fruit tilvitnun í það óréttlæti og vanvirðingu sem konur máttu þola. Víða um heim eru konur enn réttindalausar og búa við ofríki karla.
Ég þakka fyrir að vera kona á Íslandi. Til hamingju með 100 ára réttlæti.
Strange fruit eru hekluð verk máluð með akrýllitum hengd á viskastykkjatré með útsaumi.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru fimmtudaga kl. 11-18, föstudaga kl. 11-16 og laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til föstudagsins 13. mars 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í síma 661 0168 og Jónborg Sigurðardóttir í síma 848 8490.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband