Guðrún Benedikta Elíasdóttir sýnir í Populus tremula

10653654_10203778993528169_8536545097590930839_n

Málverkasýning / Art exhibition in Gallery Populus tremula in Akureyri Iceland.
Laugardaginn 27. september kl. 14:00 mun Guðrún Benedikta Elíasdóttir / RBenedikta opna sýninguna
Innri öfl - Ytri öfl.

Á sýningunni eru verk sem unnin voru á Akureyri í september, meðal annars úr jarðefnum úr nærumhverfinu, gosösku og víni. Nafn sýningarinnar vísar í þau sköpunaröfl og eyðingarmátt sem náttúran býr yfir.
Síðastliðin ár hefur Guðrún búið og starfað í Lúxemborg og haldið fjölmargar sýningar þar og í nágrannalöndunum. Eftir heimflutning 2012 hefur hún sýnt m.a. í Slúnkaríki á Ísafirði, Svavarssafni/Listasafni Hornafjarðar og á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 28.september kl.14:00 - 17:00
Aðeins þessi eina helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband