Klaus Pfeiffer opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

1800314_10152749453718696_173932060042332739_n

Klaus Pfeiffer opnar sýningu sína The Fear of Flying í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 26.apríl kl. 14.

Á sýning
unni verður Klaus Pfeiffer með myndbandsverk, vatnslitamyndir og skúlptúra.

Klaus Pfeiffer er heimsþekktur listamaður og einn af Flúxus hópnum. Hann hefur haldið yfir 100 einkasýningar og verið þátttakandi í fjölda samsýninga víða um veröld, í Evrópu, Ameríku, Afríku, Asíu og nú með sína fyrstu einkasýningu á Íslandi, í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.

Klaus Pfeiffer er fæddur í Þýskalandi en uppúr 1965 fór hann að ferðast um Grikkland og settist þar að 1974 á grísku eyjunni Naxos.Listamaðurinn vinnur í hina ýmsu listmiðla. Hann málar, vinnur skúlptúra, semur ljóð, vinnur myndbönd og myndir, gjörninga, grafíkverk, bækur eða spilar á öll hljóðfærin eins og hann segir sjálfur frá.

Klaus Pfeiffer kynntist sjálfur áhættu flugs í Litháen 2001 þegar hann framkvæmdi flúxus gjörning The Flight. Þá meiddist hann á kálfa við gerð gjörningsins. Sá gjörningur var nefndur The first human powered flight in Lithuania, eða fyrsta flug með mannafli í sögu Litháen. Í kjölfar þeirrar sýningar kemur titillinn The Fear of Flying.

Ástæða fyrir heimsókn Klaus Pfeiffer til Íslands er þátttaka hans í tvígang í listahátíðinni Ferskir Vindar í Garðinum á Suðurnesjum. Framkvæmdarstjóri verkefnisins Mireya Samper tók síðan að sér sýningarstjórn f.h. Klaus Pfeiffer og verður fulltrúi hans á Akureyri í tengslum við sýninguna.

Sýningin í Mjólkurbúðinni stendur til 12.maí og eru allir velkomnir.

Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi á öðrum tímum s. 8957173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband