Myndlistarsýning Rannveigar Helgadóttur "Heilagar Mandölur" á bókasafni Háskólans á Akureyri

heilagara-mandolur

Fimmtudaginn 10. október opnar bókasafn Háskólans á Akureyri nýja og spennandi myndlistarsýningu Rannveigar Helgadóttur, Heilagar Mandölur.

Rannveig Helgadóttir vinnur með hringformið í málverkum sínum sem hún kallar mandölur. Verkin eru unnin með blandaðri tækni með akríl á striga, blaðsilfri og gulli. Mandala er reglubundin formgerð unnin út frá möndli og myndar munstur. Orðið mandala kemur úr sanskrít og merkir "heilagur hringur" eða hringur eilífðarinnar. Rannveig býr og starfar í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 8.00 – 16.00, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00 og stendur til 8. nóvember.

Allir eru velkomnir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband