Móttökustöð fyrir mannsandann opnar í Ketilhúsinu

GudmundurViborg

Laugardaginn 2. mars kl. 15 opnar í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á verkum alþýðulistamannsins og völundarins Guðmundar Viborg Jónatanssonar (1853-1936). Myndir hans eru markverð viðbót við það stóra safn myndverka eftir sjálflærða listamenn sem smám saman hefur komið fram á sjónarsviðið á Íslandi á undanförnum áratugum. Viðfangsefnið er óútreiknanlegur margbreytileiki lífsins, tjáður af hreinskilni og leikgleði.

Guðmundur starfaði lengi við sjómennsku og vélstjórn m.a. á gufuskipum Norðmanna og á gufubátnum Hvítá og er í vélstjóratali talinn vera fyrsti starfandi vélstjóri hérlendra manna. Eftir 1910 stundaði hann gullsmíði í Reykjavík til dauðadags, enda völundur bæði á tré og járn, og raunar hvaða efni sem hann tók sér í hendur. Fyrir utan myndirnar, liggja margir fagrir skrautgripir, skart, borðbúnaður, drykkjarhorn og silfurskildir eftir Guðmund Viborg sem var undarleg blanda af praktískum handverksmanni og örgeðja sveimhuga, upptendraður af hugmyndum þjóðernisrómantískrar sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Myndir hans eru ekki einasta heimildir um viðhorf 19. aldar fjölhaga, heldur áhrifamikil myndgerving þeirra viðhorfa.

Sýningin stendur til 31. mars og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband