Listamannaspjall í Flóru í Listagilinu á Akureyri

sigrun3

Þriðjudaginn 13. desember kl. 20 mun Myndlistarfélagið, Gestavinnustofan og Flóra standa fyrir listamannaspjalli sem öllum er opið. Sigrún Guðmundsdóttir sem er starfandi listamaður í Rotterdam mun fjalla um list sína og þróun hennar. Sigrún hefur dvalið í gestavinnustofunni í nóvember og desember og hélt sýninguna "Ókyrrð" í Populus Tremula í lok nóvember. Hægt er að lesa nánar um Sigrúnu og umfjöllun um sýninguna hér.

Boðið verður upp á léttar veitingar og vonast er til að sjá sem flesta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband