Tilkynning frá Bókasafni Listasafns Íslands

503-180x400

TIL LISTAMANNA, LISTFRÆÐINGA OG SÝNINGARSTAÐA
BEIÐNI UM SÝNINGARSKRÁR, BOÐSKORT OG ANNAÐ EFNI UM ÍSLENSKA MYNDLIST

Bókasafn Listasafns Íslands hefur að markmiði að safna öllu útgefnu efni um íslenska myndlist.  
Á bókasafni LÍ er gott Heimildasafn, sem inniheldur sýningarskrár og boðskort íslenskra listamanna. Einnig er þar mjög viðamikið Úrklippusafn, sem samanstendur af úrklippum úr dagblöðum um íslenska myndlist, allt frá árinu 1950.  

Okkur langar að fara þess á leit við ykkur að þið sendið á Bókasafn LÍ sýningarskrár eða annað efni frá sýningum,  3 eintök af hverri sýningarskrá til varðveislu í Heimildasafnið.  
Einnig þætti okkur vænt um að vera á póstlista ykkar um sýningaropnanir til að geta fylgst með starfsemi ykkar.

BÓKASAFN: Laufásvegi 12 • 101 Reykjavík • Sími 515 9600 • list@listasafn.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband