Elina Brotherus í Listasafninu á Akureyri

52964860_2259877080700788_3366327020790218752_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 2. mars kl. 15 verður opnuð sýning finnsku myndlistarkonunnar Elinu Brotherus, Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu í Listasafninu á Akureyri. „Eftir að hafa notað sjálfa mig í myndum mínum í 20 ár fannst mér ég hafa setið fyrir í öllum hugsanlegum stellingum,“ segir Elina Brotherus.

„Leiðina út úr þessum botnlanga fann ég í Fluxus. Ég hóf að nota Fluxus viðburðalýsingar og aðrar ritaðar leiðbeiningar eftir listamenn, sem grunn í ný verk. Ég hef útvíkkað hugmyndina á bak við lýsingarnar og leyft mér að verða fyrir áhrifum frá mismunandi listamönnum, s.s. kvikmyndagerðarmönnum, ljósmyndurum, listmálurum og ljóðskáldum. Þessi gjörningalega og eilítið absúrd aðferð hefur gert mér kleift að halda áfram að vinna með myndavélina, bæði sem ljósmyndarinn og fyrirsætan. Ég vitna í Arthur Köpcke, sem sagði: „Fólk spyr: Af hverju? Ég spyr: Af hverju ekki?“

Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu hlaut Carte blanche PMU verðlaunin og var fyrst sýnd í Centre Pompidou 2017.

Sýningin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Listasafns Íslands.

Listamannaspjall með Elinu Brotherus sunnudaginn 3. mars kl. 15.

https://www.facebook.com/events/554661461699456


Hekla Björt Helgadóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

52961244_2512277648845223_224884384539344896_o.jpg?_nc_cat=108&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 2. mars opnar listamaðurinn Hekla Björt Helgadóttir sýninguna Space Cops Exotica í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins.
Umfjöllunarefni sýningarinnar eru löggur í fjarlægu sólkerfi sem há eilífa baráttu við stjörnuryk og geimfauta.

Sýningin er innblásin af Beverly Hills Cops, japönskum vísindaskáldskap og micro cosmos.

Í boði verða léttar veitingar og geimþrungið andrúmsloft með fullt af luvs...

https://www.facebook.com/events/387251605388038


Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýnir í Kaktus

52599423_1885503934905854_913864380825731072_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lht6-1

Föstudagskvöldið 1. mars opnar listamaðurinn Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýninguna "Smali" í Kaktus.
Friðgeir er fæddur á Akureyri 1987. Hann lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og svo við Myndlistaskólann í Reykjavík og svo við listaháskólann í Angoulême, Frakklandi, en þar útskrifaðist hann árið 2017. Friðgeir hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Frakklandi en þetta er kannski fyrsta einkasýning hans á Íslandi.

Með eigin orðum lýsir Friðgeir sýningunni sem svo:
Sýning þessi er smá tilraun til að myndskreyta minningar mínar frá síðustu tveim sumrum þar sem ég vann sem smali í suður Frakklandi. Sumt er erfitt að muna eins og hvernig er litur skugga sem fellur á jörð í eikarskógi og hvort var smalahundurinn með hvítan haus með hvítum blettum eða var hann með svartan haus og hvíta bletti? Notast ég við ljósmyndir og skissur sem ég hef safnað að mér í gegnum árin, restin er uppspuni en minningarnar eru allar ekta.

Allir innilega velkomnir í Kaktus að skoða lítil málverk, stórar teikningar og njóta léttra veitinga.

https://www.facebook.com/events/1030255420508186


Bloggfærslur 28. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband