Samsýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Sunnudagskaffi með Pauline Joy Richard

 

49253467_10212714999766655_7884255384909643776_o.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-dus1-1

Sunnudaginn 6. jan. kl. 14.00 opnar sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem samanstendur af verkum í eigu Aðalheiðar. Undanfarin ár hefur Aðalheiður haft gaman af að setja upp verk úr listaverka eigu fjölskyldunnar sem er orðin töluverð eftir 30 ára starf við myndlist. Að þessu sinni eru það listamennirnir Jón Laxdal, Freyja Reynisdóttir, Leifur Ýmir og Sigurður Atli, Sigga Björg Sigurðardóttir, Klængur Gunnarsson, Brák Jónsdóttir og Jan Voss sem sýna. 

Sama dag kl. 14.30 mun Pauline Joy Richard ungur iðnhönnuður sem nýverið keypti hús á Siglufirði, vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki.

Pauline Joy Richard fæddist í New York árið 1989, er af Frönskum ættum en ólst upp víða um heiminn. Hún nam hönnun við Central Saint Martins háskólann í Lundúnum og fór í framhaldsnám í Kolding hönnunarskólann í Danmörku. 

 

Eftir útskrift vann hún fyrir ýmis fyrirtæki, m.a. bambú fyrirtæki í Hong Kong, Ecco skófyrirtækið í Danmörku og í þrjú og hálft ár sem listrænn stjórnandi fyrir franska tísku risann LVMH þar sem hún vann með krókódílaleður, silkiprentun og hönnun sólgleraugna.
Hún sagði upp vinnunni fyrir tveim vikum.
Hvað tekur við? 

https://www.facebook.com/events/215086852762250

49393571_10212714994846532_1491901901522862080_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-dus1-1


Guðmundur Ármann sýnir í Deiglunni

49196585_974751676041554_5599999796153679872_o.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-dus1-1

Í Handraðanum

Í tilefni 75 ára afmælis míns, verður myndlistasýning í Deiglunni í Listagili
Sýningin opnar fimmtudaginn 3. janúar og verður opin til 6. janúar frá kl. 14 -17 alla dagana.
Léttar veitingar.
Á sýningunni eru 29 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir , grafík og skúlptúrar úr rekavið. Titill sýningarinnar “ Í handraðanum” vísar til þess að myndirnar eru teknar af lager frá ýmsum tímabilum.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson lauk prentmyndasmíða- námi 1962. Hóf sama ár myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóli Íslands og útskrifaðist af málunardeild 1966. Að því loknu lá leiðin til Svíþjóðar og hóf þar nám við Konsthögskolan Valand, Göteborgs Universitet, lauk þar námi frá grafíkdeild skólans 1972. Kennararéttindarnám við Háskólann á Akureyri 2002-2003. Meistaranám við Háskólann á Akureyri frá 2004-2012.
Guðmundur er nú kennari á eftirlaunum, en kennir á námskeiðum, listfræðslu hjá Símey.

https://www.facebook.com/events/1459110017554785


Bloggfærslur 4. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband